TP-Link vefviðmótið

Í gegnum vefviðmót netbeinisin er hægt að breyta flestum stillingum beinisins eins og t.d. WiFi nafni og lykilorði, stilla foreldrastýringu, opna port og festa innri IP tölu tækja.

Opna vefviðmótið

Til að komast inn á vefviðmótið þarftu að vera í beinu sambandi við netbeininn í gegnum netsnúru eða WiFi. 

  • Opnaðu slóðina http://192.168.0.1 eða http://tplinkwifi.net í vafra
  • Sláðu lykilorði netbeinisins inn í reitinn merktan Password og ýttu á Log in. Lykilorðið er skráð á límmiða undir netbeininum og er merkt sem User account password

Breyta WiFi lykilorði eða nafni (SSID)

  • Ýtið á Wireless flipann til vinstri
  • Setjið inn nýtt WiFi nafn og lykilorð í reitina merkta Network Name (SSID) og Password
  • Ýtið á Save takkann

Foreldrastýring

  • Veljið Parental Controls flipan til vinstri
  • Ýtið á Add
  • Ýtið á plúsin merktur Add og veljið tæki sem á að stjórna og ýtið á Add. Það er hægt að velja fleiri en eitt tæki.
  • Skrifið inn nafn á prófílin hjá Name
  • Ýtið á Next
  • Veljið aldur og hvernig efni á að loka á og ýtið á Next
  • Veljið hvaða efni á að loka á og ýtið svo á Next
  • Veljið ítarlegri stillingar eins og daga sem stýringin er virk og fleira og ýtið á Save

Para við WiFi magnara / Mesh búnað

Það er hægt að para WiFi magnara við netbeini í gegnum vefviðmót netbeinisins. Þá er WiFi magnara stungið í samband og beðið í 2-3 mínútur á meðan hann kveikir á sér og verður tilbúin til að parast við annan búnað. Þegar magnarinn er tilbúinn blikkar blátt ljós undir honum.

Skráið ykkur inn á vefviðmótið og þið getið parað magnara við beint frá forsíðunni.

  • Ýtið á Add Mesh Device
  • Ýtið á Add By Scanning
  • Ýtið á Scan for TP-Link Mesh Devices
  • Nú leitar tækið að öðrum WiFi búnaði sem hægt er að tengjast við í nágrenninu
  • Þegar WiFi búnaður er fundinn hakið við þann sem þið viljið tengjast og ýtið á Add
  • Nú reynir tækið að tengjast magnaranum
  • Þegar tækin ná að tengjast saman koma upp skilaboðin Device has been added successfully!
  • Ýtið á Finish til að ljúka uppsetningunni

Nafnaþjónar / DNS

  • Ýtið á Advanced, Network, LAN Settings
  • Hægt er að setja inn IP tölu á nafnaþjóni/DNS þar við Primary DNS og Secondary DNS

PPPoE / DHCP stillingar

PPPoE auðkenning er aðeins möguleg á beinum á netkerfi Mílu

Til að fá fasta IP tölu á tengingu þarf að vera með fasta IP tölu í áskrift

  • Veljið Internet flipan til vinstri
  • Breytid Internet Connection Type í PPPoE
  • skráið inn siminn í bæði Username og Password
  • Ýtið á Save takkann

Opna port / Port forwarding

  • Veljið Advanced flipann efst á síðunni
  • Veljið næst NAT Forwarding flipan til vinstri
  • Veljið svo Virtual Servers
  • Ýtið svo á Add, ofarlega til hægri.
  • Setjið inn eftirfarandi stillingar og ýtið á OK:

External Port

Portanúmerið sem á að vera aðgengilegt frá Internetinu. Getur verið eitt port eða röð að samliggjandi portum

Internal IP

IP tala tækis á innra netinu sem á að áframsenda umferðina til

Internal Port

Port á tækinu á innra netinu sem á að áframsenda umferðina til

Protocol

Hvort opið sé fyrir TCP, UPD eða báðar týpur af internet pökkum

Breyta lykilorði inn á beininn

Venjulega er lykilorðið inn á viðmót beinisins skráð á límmiðann undir beininum merkt User Account Password en það er hægt að breyta lykilorðinu.

  • Veljið Advanced flipann efst á síðunni
  • Veljið System tools flipan til vinstri
  • Veljið Administration
  • Skrifið inn núverandi lykilorð í Old Password reitinn
  • Skráið nýja lykilorðið í New Password reitinn
  • Skráið nýja lykilorðið aftur í Confirm New Password reitinn
  • Ýtið á Save