VoLTE

VoLTE eða Voice over Long-Term Evolution er ný tækni sem eykur hljómgæði símtala. Um er að ræða næstu kynslóð talsíma yfir farsímakerfi og mun símtalið fara yfir 4G og 5G kerfi Símans í stað þess að nýta 2G og 3G kerfin áður. VoLTE er nauðsynlegt til að tryggja hnökralausa upplifun í reiki en fjarskiptafélög í ýmsum löndum hafa hafið að slökkva á 2G og 3G kerfum sínum. Áætlað er að 2G og 3G kerfin kveðji með öllu í lok árs 2025. Við erum nú þegar búin að virkja VoLTE hjá flestum viðskiptavinum en ef þú ert í Frelsis áskrift munum við virkja VoLTE hjá þér á næstu misserum. 

Styður síminn minn VoLTE?

Nánast allir símar sem eru framleiddir og seldir í dag styðja VoLTE. Ef þú ert ekki viss getur þú leitað upplýsinga á heimasíðu framleiðanda eða fengið aðstoð í þjónustuverinu okkar. Passaðu að uppfæra stýrikerfið í símanum þínum í nýjustu útgáfu sem er í boði!

Dæmi um síma sem styðja VoLTE hjá Símanum

  • Apple iPhone 8 og uppúr
  • Samsung Galaxy S10 og uppúr
  • Samsung A týpur framleiddar 2021 og síðar
Til að virkja VoLTE í iPhone

Ertu með nýlegan síma?

VoLTE er þegar virkt í iPhone símum með iOS 16 eða nýrra!

  • Farðu í Settings

  • Veldu Mobile Data

  • Kveiktu á Mobile Data hakinu ef það er ekki virkt

  • Veldu Mobile Data Options

  • Veldu Voice & Data

  • Passaðu að 4G/LTE eða 5G Auto/5G On sé valið

  • Er það er VoLTE hak neðst þarf að kveikja á því

Til að virkja VoLTE í Android

  • Farðu í Settings

  • Veldu Network & Internet eða Connections

  • Veldu Cellular Network / Mobile Network / Mobile Data

  • Veldu Preferred Network Type eða Network Mode

  • Veldu 4G/LTE eða 5G og virkjaðu VoLTE/HD Voice eða Enhanced Calling

Finnur þú ekki rétta stillingu?

Nöfn stillinga í Android tækjum geta verið mismunandi eftir framleiðendum, en þau ættu að vera svipuð.