Úræði er áskrift fyrir snjallúrið þitt sem gerir þér kleift að vera með símanúmerið þitt í snjallúrinu. Þannig getur þú farið út úr húsi án þess að taka símann þinn með þér. Þú getur hringt, tekið á móti símtölum og borgað með úrinu. Úræði hentar sérstaklega vel í útivist, svo sem hlaupum eða göngum.
Aðeins er hægt að tengja eitt Úræði við hvert símanúmer og Úræði er aðeins í boði fyrir snjallúr frá Apple og Samsung.
Get ég fengið Úræði?
Þú þarft eftirfarandi hluti til að nota Úræði:
Apple |
|
Samsung |
|
Eftirá- eða fyrirframgreidd áskrift?
Fyrirframgreiddar áskriftir eins og Frelsi, Þrenna og Krakkakort geta ekki notað Úræði. Hafðu samband við þjónustuverið okkar til að breyta áskriftinni þinni ef þú vilt fá Úræði.
Uppsetning í Apple Watch
Uppsetning á Úræði fer alfarið fram í sjálfsafgreiðslu í símanum þínum! Paraðu úrið við símann þinn samkvæmt leiðbeiningunum sem fylgdu því og framkvæmdu svo eftirfarandi skref:
- Sæktu Watch appið og opnaðu það í símanum þínum.
- Veldu úrið þitt og veldu Mobile Data -> Set Up Mobile Data.
- Skráðu inn notendanafnið þitt og lykilorð fyrir Þjónustuvef Símans.
- Fylgdu skrefunum sem koma upp í símanum til að klára að setja upp Úræði og byrjaðu að njóta!
Uppsetning í Samsung Watch
Uppsetning á Úræði fer alfarið fram í sjálfsafgreiðslu í símanum þínum!
- Sæktu Galaxy Wearable appið og opnaðu það í símanum þínum.
- Fylgdu leiðbeiningunum í appinu til að para úrið þitt við símann.
- Veldu næst Stillingar úrs -> Farsímaáskriftir (e. Watch Settings -> Mobile Plans)
- Veldu Næsta (e. Next)
- Skráðu inn notendanafnið þitt og lykilorð fyrir Þjónustuvef Símans.
- Fylgdu skrefunum sem koma upp í símanum til að klára að setja upp Úræði og byrjaðu að njóta!
Manstu ekki lykilorðið?
Þú getur endurheimt notandanafnið þitt og lykilorð á Þjónustuvefnum.
Vandamál við uppsetningu
Uppsetning Úræðis er yfirleitt nokkuð áfallalaus, en þó eru nokkur atriði sem gætu spillt fyrir.
Úr keypt erlendis
Ef þú keyptir úrið þitt utan Evrópu gæti verið að það styðji ekki notkun farsímakerfa á Íslandi. Þú getur flett upp tegundarnúmeri (e. model number) úrsins á vefsíðu framleiðanda til að sjá hvaða lönd það styður.
Annar rétthafi eða aðalgreiðandi
Þú getur ekki skráð Úræði ef annar aðili er rétthafi eða aðalgreiðandi farsímaþjónustunnar. Oftast gerist þetta því farsíminn er skráður á vinnuveitanda, maka eða foreldri eða þau eru að greiða fyrir áskriftina. Lausnin við þessum vanda fer eftir hver rétthafi þjónustunnar er.
- Ef þú ert rétthafi
Hafðu samband við þjónustuverið okkar og láttu okkur vita að þú sért að reyna setja upp Úræði og við gerum þig að aðalgreiðanda. Gamli aðalgreiðandinn verður skráður sem aukagreiðandi og heldur áfram að greiða fyrir þjónustuna. - Ef annar einstaklingur er rétthafi
Fylltu út rétthafabreytingu á vefsíðunni okkar. Passaðu að haka við reitinn ef gamli rétthafinn á að halda áfram að vera greiðandi! - Ef fyrirtæki er rétthafi
Sendu okkur tölvupóst á radgjof@siminn.is og láttu okkur vita að þú sért að reyna setja upp Úræði. Ef fyrirtækið þitt er með tengilið við okkur væri sniðugt að hafa þau með í CC til að flýta fyrir afgreiðslu.
Ertu ekki viss?
Heyrðu í þjónustuverinu okkar ef þú ert ekki viss hver réthafinn er og við finnum út úr þessu saman!
Segja upp eða flytja Úræði
Þú getur sagt upp áskriftinni þinni í Watch eða Galaxy Wearable appinu þar sem hún var sett upp.
Skipt um símanúmer
Ef þú vilt flytja áskriftina yfir á annað símanúmer er einfaldast að segja henni upp og stofna aftur á nýja númerinu.
Skipt um úr
Ef þú parar nýtt Apple Watch úr við iPhone símann þinn mun Watch appið bjóða þér að flytja Úræði áskriftina úr gamla úrinu yfir í nýja.
Ef þú ert að skipta í nýtt Samsung Watch úr getur þú flutt áskriftina með því að fylgja leiðbeiningum hér fyrir ofan eins og þú værir að stofna nýtt Úræði. Eftir innskráningu á Þjónustuvefinn færð þú möguleika á að færa núverandi Úræðið þitt í nýja úrið, frekar en að stofna nýtt.
Skipt um síma
Úræðið helst á sínum stað í nýjum síma, svo lengi sem þú ert með sama símanúmer og áður. Þú þarft bara að para nýja símann þinn við úrið og getur haldið áfram að nýta þér áskriftina.
Skipt um símafyrirtæki
Ef þú ert með áskrift í úrið frá öðru fyrirtæki og vilt færa hana í Úræði er best að segja henni upp á gamla staðnum og stofna nýtt Úræði í gegnum Watch eða Galaxy Wearable appið.