Þegar þú notar símann þinn í útlöndum kallast það að vera á reiki, því þú reikar milli fjarskiptafélaga hvar sem þú ert. Kostnaður við reiki hefur lækkað með árunum, en við hvetjum þig samt til að hafa hann í huga til að forðast óvænta reikninga!
Helstu ráð varðandi reiki
Það er að ýmsu að huga áður en þú ferðast, en hérna er það helsta til að muna eftir áður en þú ferð til útlanda:
- Kynntu þér verðskrá landsins áður en þú ferðast.
- Í löndum innan EES gildir Reiki í Evrópu, sem leyfir þér að nota hluta af áskriftinni þinni eins og þú sért heima á Íslandi.
- Utan EES er Ferðapakkinn er frábær leið til að halda niðri símkostnaði.
- Notaðu gagnasparnaðar stillingar (e. Data Saver) eða slökktu á gagnareiki (e. Data Roaming) til að koma í veg fyrir bakgrunnsnotkun gagna.
- Slökktu á hringiflutningi áður en þú ferðast, því þú greiðir fyrir hvert símtal sem er áframsent á meðan þú ert erlendis.
Reiki í Evrópu (Roam Like Home)
Þegar þú ferðast til landa innan EES getur þú hringt og sent SMS á sömu kjörum og heima á Íslandi og einnig nýtt hluta af gagnamagninu sem er innifalið í áskriftinni þinni. Þú getur séð hve stóran hluta af gagnamagninu þú getur notað innan EES í Símaappinu, á þjónustuvefnum eða í verðskrám fyrir farsímaáskriftir einstaklinga og fyrirtækja.
Þegar þú ert á Reiki í Evrópu notar þú þær mínútur og SMS sem eru innifalin í áskriftinni þinni þegar þú hringir í síma á Íslandi og öðrum EES löndum. Ef þú hringir frá EES til landa utan EES er upphafsgjaldið 17 kr. og mínútuverðið 160 kr.
Reiki í Evrópu gildir ekki um notkun á Íslandi
Reiki í Evrópu á einungis við um símnotkun sem á sér stað á meðan þú ert erlendis á reiki í Evrópu. Við mælum með mínútupökkum ef þú hringir reglulega frá Íslandi til útlanda.
Reiki utan EES
Í löndum utan EES – eins og Bandaríkjunum, Kína eða Bretlandi – getur kostnaður verið mjög breytilegur og því er sérstaklega mikilvægt að þú kynnir þér verðskrá landsins sem þú ferðast til. Á reiki utan EES er nánast alltaf ódýrara að móttaka símtöl en að hringja þau, en ef þú hringir í annan íslenskan farsíma sem er staddur í sama landi er það gjaldfært eins og símtal til Íslands.
Ef þú ert í fyrirframgreiddri farsímaleið gætir þú þurft að taka sérstakar ráðstafanir áður en þú ferðast og við mælum með að nýta þér Ferðapakkann til að halda kostnaði í skefjum.
Ferðapakkinn
Með Ferðapakkanum greiðir þú fast daggjald þegar þú ert á reiki á í landi þar sem hann gildir. Um leið og þú tengist við símkerfi virkjast Ferðapakkinn og veitir þér eftirfarandi:
- 500 MB af gagnamagni á dag.
- Ef gagnamagnið klárast er greitt nýtt daggjald og 500 MB bætast við.
- Fyrstu 3 MB hvern dag eru ókeypis.
- Þú greiðir aðeins 12 kr. fyrir mínútuna af símtölum til allra landa í pakkanum.
- Fyrir símtöl til landa utan pakkans gildir verðskrá landsins sem hringt er frá.
- Gildir ekki um gjaldskyld þjónustunúmer, hvort sem þau eru innlend eða erlend.
- Engin upphafsgjöld fyrir símtöl, hvorki til Íslands né annara landa í Ferðapakkanum.
- Endalaus SMS til hvaða lands sem er.
Þú getur skráð þig í Ferðapakkann í Símaappinu, á þjónustuvefnum eða með því að senda "ferdapakki" í símanúmerið 1900.
Fyrirframgreidd áskrift utan EES
Ef þú ert í fyrirframgreiddri farsímaáskrift þarftu að kveikja á þjónustunni Frelsi í útlöndum til að nota símann í löndum utan EES. Öll notkunin þín á reiki er þá gjaldfærð á reikning í lok mánaðar, frekar en að vera dregin af inneign.
Þú getur kveikt á Frelsi í útlöndum á þjónustuvefnum eða í Símaappinu og getur slökkt á þjónustunni hvenær sem er ef þú vilt ekki að það sé hægt að nota númerið á reiki utan EES. Fullorðnir notendur Þrennu eru sjálfkrafa skráð í Frelsi í útlöndum.
Fyrir notendur yngri en 18 ára
Ef þú ert yngri en 18 ára þarf einhver fullorðinn að ábyrgjast reikninginn þinn. Hafðu samband við þjónustuverið okkar til að skrá fullorðinn ábyrgðaramann fyrir Frelsi í útlöndum.
Reikiþak
Við setjum hámark á notkun erlendis sem við köllum reikiþak, svo þú hafir betri stjórn á kostnaðinum sem fylgir reiki. Reikiþakið er þrepaskipt og ættir þú færð SMS viðvörun þegar 80% af því er náð, nema þú hafir afþakkað tilkynningar. Þegar reikiþakinu er náð lokum við fyrir alla notkun á símanúmerinu þínu í útlöndum, en þú getur auðvitað ennþá tengst netinu í gegnum WiFi eða önnur tæki.
Þú getur hækkað reikiþakið upp í næsta þrep með því að hafa samband við þjónustuverið okkar eða senda SMS í númerið 1900 með textanum REIKI. Ekki er hægt að opna fyrir ótakmarkaða reikinotkun, en þú getur haft samband við þjónustuverið til að hækka fyrsta þrepið varanlega.
Reikiþakið er brotið niður í eftirfarandi þrep:
- Fyrsta þrep er 9.000 kr.
- Annað þrep er 20.000 kr.
- Þriðja þrep er 30.000 kr.
- Eftir það er þakið hækkað 15.000 króna þrepum (45.000 -> 60.000 -> 75.000 o.s.frv.)
Hafðu í huga!
Við þurfum að sækja upplýsingar um gagnanotkun frá fjarskiptafélaginu sem þú tengist í útlöndum og því getur orðið allt að klukkutíma töf þar til við lokum á notkun eftir að þakinu er náð. Kostnaðurinn getur því mögulega farið yfir reikiþakið ef mikil notkun á sér stað á skömmum tíma.
Nærðu engu sambandi í útlöndum?
Í langflestum tilfellum þarf ekki að hafa sérstaklega fyrir því að tengjast fjarskiptafélögum erlendis, heldur er nóg að kveikja á símtækinu og taka það af flugstillingu þegar komið er á áfangastað. Ef þú lendir í vandræðum með að tengjast getur þú athugað eftirfarandi:
Kveiktu á gagnareiki
Flestir símar slökkva sjálfkrafa á netnotkun í útlöndum með stillingu sem heitir Gagnareiki eða Data Roaming á ensku. Athugaðu hvort það sé ekki örugglega kveikt á þessari stillingu, en þú getur fundið hana í sömu valmynd og þar sem þú kveikir á farsímanetinu í símanum.
Fékkstu SMS um reikiþak?
Athugaðu hvort þú hafir fengið SMS frá okkur um að netnotkunin þín sé að nálgast viðmið um reikiþak í útlöndum. Ef það er raunin þarftu að hækka reikiþakið, en þú getur lesið meira um það hér.
Nærðu neti en getur ekki hringt?
Sum lönd – eins og Bandaríkin og Bretland – eru langt komin með að leggja niður eldri 2G og 3G farsímasenda og eru farin að nota tækni sem heitir VoLTE í staðinn. Þú getur lesið meira um VoLTE og hvernig þú kveikir á því hér. Ef síminn þinn styður ekki VoLTE getur þú ennþá hringt í gegnum öpp eins og t.d. Messenger, Facetime eða WhatsApp.
Endurræstu tækið þitt
Það er góð ástæða fyrir að nánast allar leiðbeiningar við allskonar kvillum mæla með að endurræsa tækið þitt, en endurræsing getur leyst út allskonar villur sem gætu verið að hindra að tækið þitt nái símasambandi. Prófaðu að endurræsa til öryggis, áður en lengra er haldið,
Prófaðu að handvelja fjarskiptafélag
Í einstaka tilfellum nær síminn ekki að tengjast fjarskiptafélagi sjálfkrafa, en þá getur þú fylgt leiðbeiningunum hér að neðan til að tengjast handvirkt.
iOS
- Farðu í Settings
- Veldu Mobile Data
- Slökktu á Automatic hakinu undir Mobile Network.
- Veldu símafyrirtæki úr listanum sem kemur upp.
Android á íslensku
- Farðu í Stillingar
- Veldu Tengingar
- Veldu Farsímakerfi
- Veldu Velja Handvirkt undir Símafyrirtæki
- Veldu símafyrirtæki úr listanum sem kemur upp.
Android á ensku
- Farðu í Settings
- Veldu Connections
- Veldu Mobile Networks
- Veldu Select Manually undir Network Operators.
- Veldu símafyrirtæki úr listanum sem kemur upp.
Nærðu enn engu sambandi?
Hafðu samband við þjónustuverið ef ekkert þessara ráða virkar og við finnum út úr þessu saman!