Tilboðskóðar

Þú getur virkjað tilboðskóða fyrir Sjónvarp Símans Premium eða aðrar áskriftir á einfaldan hátt, hvort sem það er í vefsjónvarpi, Sjónvarp Símans appinu eða í myndlykli.

Ertu ekki með Sjónvarp Símans?

Ef þú ert að prófa Sjónvarp Símans í fyrsta sinn þarftu að byrja á því að stofna aðgang.

Vefsjónvarp

  • Skráðu þig inn á vefsjónvarpið með rafrænum skilríkjum.
  • Smelltu á nafnið þitt í efra hægra horninu.
  • Smelltu á Tilboðskóði í fellilistanum.
  • Sláðu inn kóðann þinn og byrjaðu að horfa!

Sjónvarp Símans appið

  • Skráðu þig inn í Sjónvarp Símans appið.
  • Smelltu á Stillingar.
  • Smelltu á Tilboðskóði.
  • Sláðu inn kóðann þinn og byrjaðu að horfa!

Myndlykill

  • ‍‍Ýttu á Menu takkann á fjarstýringunni.
  • Veldu Tilboðskóði í valmyndinni.
  • Sláðu inn kóðann og byrjaðu að horfa!

Stofna aðgang að Sjónvarpi Símans

Ef þú hefur aldrei verið með Sjónvarp Símans þarftu að byrja á því að nýskrá þig:

  • Farðu inn á vefsjónvarp Símans og veldu Nýskrá.
  • Skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum og ýttu á Næsta skref.
  • Ef þú vilt bæta við einhverju áskriftum eða auka samtímastraumum getur þú gert það hér, en annars skaltu ýta á Næsta skref til að halda áfram.
  • Fylltu út símanúmer og netfang.
  • Hakaðu við stjörnumerktu reitina.
  • Ýttu loks á Staðfesta til að stofna aðganginn.

Nú getur þú fylgt leiðbeiningunum hér fyrir ofan til að virkja tilboðskóðann þinn!