Með SMS Magnsendingum getur þú sent skilaboð á einn eða fleiri aðila á einfaldan hátt.
Uppsetning
Þú getur sent skilaboð með SMS Magnsendingum á tvo vegu:
- Í gegnum einfalda vefviðmótið okkar.
- Með því að forrita á móti þjónustunni og tengja hana beint við kerfin þín. Þannig getur þú sent SMS í gegnum kerfi og ferla sem fyrirtækið þitt notar nú þegar.
Þú skráir þig einfaldlega inn með notendanafni og lykilorði og getur þá sent skilaboð með SMS Magnsendingum frá hvaða tölvu eða snjalltæki sem er, svo lengi sem það er tengt netinu.
Ertu með áskrift?
Þú þarft áskrift til að nota SMS Magnsendingar. Hafðu samband við fyrirtækjaráðgjöfina okkar til að setja upp áskrift.
Tæknileg atriði
SMS Magnsendingar eru einfaldar í notkun, en þó eru nokkur tæknileg atriði sem ber að hafa í huga.
Lengd skilaboða
Skilaboð sem þú sendir með SMS Magnsendingum geta verið allt að 2.010 stafir að lengd, en kostnaður við sendinguna eykst því lengri sem skilaboðin eru.
Skilaboð án sérstafa
Stakt SMS skeyti getur innihaldið 160 stafi, en farsímakerfið getur sett mörg SMS saman í ein skilaboð. Hvert SMS í samsettum skilaboðum getur innihaldið 153 stafi, en hámarkslengd samsettra skilaboða eru 2.010 stafir og þú greiðir fyrir hvert SMS sem skilaboðin samstanda af.
Skilaboð með sérstöfum
SMS sem innihalda íslenska stafi (eða eru send með Unicode stafasetti) geta innihaldið 70 stafi, en þegar þau eru samsett styttist lengdin í 67 stafi.
Dagbjört sendir 400 stafa skilaboð. Hvert SMS í skilaboðunum getur innihaldið 153 stafi, þannig að Dagbjört greiðir fyrir 3 SMS til að senda þau. Ef skilaboðin hennar innihalda íslenska stafi getur hvert SMS innihaldið 67 stafi og Dagbjört greiðir fyrir 6 SMS til að senda þau.
Mörg SMS — ein skilaboð!
Þó lengri skilaboð séu brotin niður í mörg SMS birtast þau samt sem eitt samfellt skilaboð í síma viðtakanda.
Fjöldi viðtakenda
Í vefviðmótinu okkar getur þú sent skilaboð á allt að 1.000 viðtakendur í einu, en ef þú forritar beint á móti þjónustunni okkar og tengir við kerfin þín er ekkert hámark á hvað þú getur sent mörg skilaboð í einu.
Skilaboð til útlanda
Að senda skilaboð til útlanda getur verið dýrt og því lokum við fyrir SMS Magnsendingar í erlend farsímanúmer svo þú verðir ekki fyrir óþarfa kostnaði. Hafðu samband við fyrirtækjaráðgjöf ef þú vilt opna fyrir SMS Magnsendingar í erlend númer.
Kostnaður við SMS Magnsendingar
Þú finnur öll verð tengd SMS Magnsendingum í verðskránni okkar.
Reikningur fyrir notkun og mánaðargjöldum þjónustunnar er sendur á fyrirtækið sem er skráð fyrir þjónustunni.