Sjónvarp Símans appið

Með Sjónvarp Símans appinu getur þú horft á sjónvarpið hvar sem er, en appið er fáanlegt í fjölda snjalltækja. 

Uppsetning

Það er einfalt mál að setja upp Sjónvarp Símans appið og aðferðin er nokkurnvegin sú sama óháð tegund tækis

  • Sæktu Sjónvarp Símans appið í App Store, Play Store eða app verslun sjónvarpsins þíns.
  • Opnaðu appið.
  • Skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum eða pörunarkóða.

Í hvaða tækjum er appið fáanlegt?

Eftirfarandi tæki styðja Sjónvarp Símans appið

  • iPhone og iPad með iOS 16 eða nýrra.
  • Tæki með Android 12 eða nýrra.
  • Apple TV með tvOS 16 eða nýrra.
  • Flest LG sjónvörp framleidd 2018 eða seinna.
  • Flest Samsung sjónvörp framleidd 2018 eða seinna.

Hvar fæ ég pörunarkóða?

Þú getur notað 8 stafa pörunarkóða til að skrá þig inn í Sjónvarp Símans appið eða myndlykil í stað þess að nota rafræn skilríki. Þú getur sótt pörunarkóða á þjónustuvefnum eða í Sjónvarp Símans appi sem er þegar tengt við áskriftina þína.

Sækja pörunarkóða á þjónustuvef

  • Skráðu þig inn á þjónustuvefinn.
  • Veldu Stillingar.
  • Veldu Mín tæki.
  • Veldu Fá pörunarkóða.

Sækja pörunarkóði í appinu

  • Opnaðu Sjónvarp Símans appið í tæki sem er þegar innskráð.
  • Veldu Stillingar í hliðarvalmyndinni vinstra megin eða neðst á skjánum.
  • Veldu Aðgangur eða Mín tæki
  • Veldu Fá pörunarkóða.
  • Sláðu inn PIN áskriftarinnar.

Gleymt PIN?

Ef þú hefur ekki breytt því, þá er PIN áskriftarinnar 1234. Ef þú breyttir PIN og manst ekki hvað það er getur þú endurstillt það á þjónustuvefnum.

Samsung snjallsjónvörp

Langflest Samsung snjallsjónvörp geta notað Sjónvarp Símans appið, en þó eru örfáar undantekningar. Ef þú finnur ekki Sjónvarp Símans appið í app verslun sjónvarpsins skaltu finna týpunúmer (ekki raðnúmer) þess aftan á tækinu eða í stillingarvalmynd þess og gengið úr skugga um að það styðji appið. 

Eftirfarandi týpur Samsung sjónvarpa styðja ekki Sjónvarp Símans appið:

FramleiðsluárTýpunúmer
2021KTSU2EL_ATM, KTSU2EL_HKC, KTSU2EL_HKC, KTSU2EL_REF, KTSU2EL_TPO, KTSU2EL_TPO

2020LS03TS, UTU7000, UTU700D, UTU7090

2019URU7000, URU6900, URUF58T, RUF58T, UR6000, UR5500, UR4500

Engar áhyggjur!

Þú getur alltaf notað myndlykil eða snjalltæki eins og Apple TV eða Google TV ef sjónvarpið þitt styður ekki appið!