Hringiflutningur

Með hringiflutningi getur þú áframsent símtöl úr einu símanúmeri í annað.

Tegundir hringiflutnings

Þú getur stillt hringiflutning til að áframsenda símtölin þín í mismunandi kringumstæðum eftir hvað hentar hverju sinni.

Síma ekki svarað
Áframsendir símtöl þegar símanum þínum er ekki svarað eftir ákveðinn fjölda hringinga. 

Sími á tali
Áframsendir símtöl á meðan síminn þinn er á tali.

Slökkt á síma eða utan þjónustusvæðis
Þessi stilling er aðeins í boði fyrir farsíma og áframsendir öll símtöl á meðan síminn er ekki í sambandi við farsímakerfið.

Flytja öll símtöl
Áframsendir öll símtöl um leið og hringt er.

Hvað kostar hringiflutningur?

Þegar símtal ef áframsent með hringiflutningi eiga í raun tvö símtöl sér stað. Þau sem hringja greiða fyrir símtalið í símann þinn, en þú greiðir svo fyrir símtal úr símanum þínum í símann sem símtalið er áframsent í.

Fyrir hringiflutning úr heimasíma er seinna símtalið greitt samkvæmt verðskrá hringiflutnings.

Fyrir hringiflutning úr farsíma er greitt hefðbundið mínútugjald fyrir seinna símtalið, hvort sem það er innanlands eða utan. Hringiflutningur innanlands er því ókeypis ef þú ert í áskrift með endalausum mínútum!

Ertu að fara til útlanda?

Áframsend símtöl í landi utan EES eru greidd sem millilandasímtal, jafnvel þó símtalið sé áframsent í Talhólf. Við mælum því með að slökkva á öllum hringiflutningi þegar þú ferðast erlendis.

Stilla hringiflutning í heimasíma

Þú getur virkjað hringiflutning í heimasíma með því að hringja í þjónustunúmer úr símanum sem á að áframsenda símtöl.

Stimplaðu inn viðeigandi þjónustunúmer og hringdu í það, rétt eins og um venjulegt símanúmer væri að ræða. 

Athugaðu að í stað "[símanúmer]"skaltu setja símanúmerið sem á að áframsenda símtölin í.

Tegund hringiflutningsVirkjaAfvirkja
Síma ekki svarað*61* [símanúmer] ##61#
Sími utan þjónustusvæðis eða slökkt á honum*62* [símanúmer] ##62#
Sími á tali*67* [símanúmer] ##67#
Flytja öll símtöl*21* [símanúmer] ##21#
Afvirkja allan hringiflutning
#002#

Hringiflutningsáskrift

Ef þú vilt áframsenda öll símtöl úr heimasíma mælum við með Hringiflutningsáskrift. Þá greiðir þú fast mánaðargjald og allur hringiflutningur er innifalinn!

Stilla hringiflutning í farsíma

Þú getur virkjað hringiflutning fyrir farsíma á þjónustuvefnum, í Símaappinu eða með því að hringja í þjónustunúmer úr símanum sem á að áframsenda símtöl.

Ertu að setja upp Talhólf?

Til að flytja símtölin þín í Talhólf skaltu áframsenda þau í síma 880 0100.

Stilla í Símaappinu

Þú getur stillt hringiflutning með nokkrum smellum í Símaappinu:

  • Veldu símanúmerið sem þú vilt áframsenda símtöl úr í aðalvalmyndinni.
  • Opnaðu Hringiflutningur flokkinn undir Aukaþjónusta neðarlega á skjánum.
  • Hakaðu við þá tegund hringiflutnings sem þú vilt virkja.
  • Sláðu inn símanúmer til að áframsenda á og ýttu á Staðfesta.
  • Smelltu á Staðfesta breytingar neðst á skjánum.
Stilla á þjónustuvefnum

Á þjónustuvefnum finnur þú viðmót til að stilla allar tegundir hringiflutnings á einu bretti. Skrefin til að stilla hringiflutning eru aðeins frábrugðin eftir því hvernig farsímaáskrift þú ert með.

Ef þú ert með Áskrift eða Fyrirtækjaáskrift:

  • Smelltu á Símefst á skjánum og veldu Áskrift og þjónustur undir GSM Áskrift eða smelltu hér. 
  • Smelltu á Sýna allar þjónustur undir Þjónustur í boði.
  • Hakaðu við tegundir hringiflutnings sem þú vilt virkja.
  • Sláðu inn símanúmerið sem þú vilt áframsenda símtölin í.
  • Ýttu á Vista neðst á skjánum.

Ef þú ert með Frelsi, Krakkakort eða Þrennu:

  • Smelltu á Sími efst á skjánum og veldu Sérþjónusta undir GSM Frelsi eða smelltu hér.
  • Hakaðu við tegundir hringiflutnings sem þú vilt virkja.
  • Sláðu inn símanúmerið sem þú vilt áframsenda símtölin í.
  • Ýttu á Staðfesta hringiflutninga.
Stilla með þjónustunúmeri

Stimplaðu inn viðeigandi þjónustunúmer og hringdu í það, rétt eins og um venjulegt símanúmer væri að ræða. 

Athugaðu að í stað "[símanúmer]"skaltu setja símanúmerið sem á að áframsenda símtölin í.

Tegund hringiflutningsVirkjaAfvirkja
Síma ekki svarað*61* [símanúmer] ##61#
Sími utan þjónustusvæðis eða slökkt á honum*62* [símanúmer] ##62#
Sími á tali*67* [símanúmer] ##67#
Flytja öll símtöl*21* [símanúmer] ##21#
Afvirkja allan hringiflutning
#002#