aukagreidandi
Aukagreiðandi
Aukagreiðandi er aðili sem borgar fyrir tiltekinn hluta þjónustu. Til dæmis eru fyrirtæki oft aukagreiðendur fyrir farsímaáskrift starfsfólks síns, en annar kostnaður eins og reikinotkun fellur á sjálfan notandann.
adalgreidandi
Aðalgreiðandi
Aðalgreiðandi er aðili sem greiðir allan kostnað þjónustu, nema þann sem aukagreiðandi hefur valið að greiða.
EES
EES
EES stendur fyrir Evrópska efnahagssvæðið, en þar gilda samningar sem lækka kostnað vegna reikinotkunar innan svæðisins.
eftiragreidd askrift
Eftirágreidd áskrift
Áskrift sem er greidd með reikningi um mánaðamót. Flestar áskriftir Símans falla í þennan flokk.
fyrirframgreidd askrift
Fyrirframgreidd áskrift
Farsímaleið sem er greidd áður en notkun getur átt sér stað. Frelsi, Þrenna og Krakkakort eru dæmi um fyrirframgreiddar áskriftir.
greidandi
Greiðandi
Greiðandi er aðili sem greiðir fyrir þjónustu, en er þó ekki alltaf eigandi þjónustunnar. Til dæmis eru fyrirtæki oft greiðendur fyrir áskriftir starfsfólks síns.
ljosleidarabox
Ljósleiðarabox
Til að tengjast ljósleiðara þarftu að tengja netbeini við ljósleiðarabox. Boxið er sett upp í tengiskáp eða fest á vegg og er merkt þjónustuaðila — oftast Míla, Ljósleiðarinn eða Tengir.
netbeinir
Netbeinir
Netbeinir er tengdur við ljósleiðara eða símalínu og býr til innra net sem tækin þín geta tengst með snúru eða WiFi.
NFC
NFC
NFC (Near Field Communication) leyfir tækjum að eiga samskipti við önnur tæki í nærumhverfi sínu. Algengustu dæmi um NFC eru farsímagreiðslur eins og Apple Pay eða Google Pay.
retthafi
Rétthafi
Rétthafi er skráður eigandi þjónustu, jafnvel þó annar aðili sé skráður greiðandi.
safnamagn
Safnamagn
Safnamagn er ónotað gagnamagn sem safnast upp á milli mánaða. Safnamagn virkar bara á gagnamagn innanlands og það er því ekki hægt að nota það erlendis.