Vettvangsþjónusta

Í samstarfi við Mílu og Ljósleiðarann bjóðum við upp á tæknimenn í vettvangsþjónustu fyrir nýtengingar, bilanir og almenna lagnavinnu.

Hvernig panta ég tæknimann?

Sama hvert tilefnið er, þá byrjar ferlið alltaf á því að hafa samband við þjónustuverið okkar í síma eða á netspjalli.

Þegar þú pantar nýja tengingu athugum við tengimöguleika og aðstæður á heimilinu og sendum tæknimann til þín ef þörf er á.

Ef netið hjá þér er bilað byrjum við á að greina vandamálið og sjá hvort við getum leyst það með þér í samtalinu. Ef það tekst ekki, sendum við málið áfram á vettvangsþjónustuna sem bókar með þér tíma og kemur í kjölfarið til að leysa vandann.

Ef þig vantar tæknimann í almenna lagnavinnu, til dæmis til að draga netsnúrur í gegnum veggtengla eða setja upp endabúnað, tökum við saman pöntun um hvað þarf að gera og sendum það áfram á vettvangsþjónustuna.

Hvað kostar vettvangsþjónusta?

Það fylgir alltaf kostnaður við að fá mann á staðinn til að draga í innanhúslagnir, að yfirfara tengingar innanhúss eða til þess að setja upp búnað. 

Útkall kostar alltaf líkt og forgangspöntun. 

Ef bilunin reynist vera á búnaði í eigu Símans tekur fyrirtækið á sig kostnað vegna greiningar og bilunar en þó ekki kostnað sem viðskiptavinur telur sig verða fyrir vegna skertrar þjónustu eða annarra afleiddra óþæginda.

Dagvinnutaxtar gilda á virkum dögum milli kl. 8:00 og 17:00, á öðrum tímum gilda yfirvinnutaxtar.

Þú finnur verðskrá Mílu hér.

Þú finnur verðskrá Ljósleiðarans hér

Er málið áríðandi?

Í sumum tilfellum er hægt að fá forgang gegn aukagreiðslu. Hafðu samband við þjónustufulltrúa í síma eða á netspjalli.