Í samstarfi við Mílu og Ljósleiðarann bjóðum við upp á tæknimenn í vettvangsþjónustu fyrir nýtengingar, bilanir og almenna lagnavinnu.
Hvernig panta ég tæknimann?
Sama hvert tilefnið er, þá byrjar ferlið alltaf á því að hafa samband við þjónustuverið okkar í síma eða á netspjalli.
Þegar þú pantar nýja tengingu athugum við tengimöguleika og aðstæður á heimilinu og sendum tæknimann til þín ef þörf er á.
Ef netið hjá þér er bilað byrjum við á að greina vandamálið og sjá hvort við getum leyst það með þér í samtalinu. Ef það tekst ekki, sendum við málið áfram á vettvangsþjónustuna sem bókar með þér tíma og kemur í kjölfarið til að leysa vandann.
Ef þig vantar tæknimann í almenna lagnavinnu, til dæmis til að draga netsnúrur í gegnum veggtengla eða setja upp endabúnað, tökum við saman pöntun um hvað þarf að gera og sendum það áfram á vettvangsþjónustuna.
Er málið neyðartilfelli?
Undir flestum kringumstæðum getur þú greitt aukagjald til að fá flýtimeðferð hjá vettvangsþjónustu. Láttu okkur vita ef tilfellið er sérstaklega áríðandi og við athugum möguleikana!
Hvað kostar vettvangsþjónusta?
Í nánast öllum tilfellum greiðir þú fyrir vettvangsþjónustu samkvæmt verðskrá samstarfsaðila okkar. Eina undantekningin er þegar bilun kemur upp í búnaðinum okkar eða lagnir utan hússins skemmast, en þá greiðir Síminn kostnaðinn við viðgerðina.
Þú getur fundið verðskrár Mílu og Ljósleiðarans á vefnum, en fyrirtækið sem afgreiðir beiðnina fer eftir hver á ljósleiðara- eða símalínuna sem netið þitt er tengt við. Þú getur fengið staðfest hvaða hvaða aðili mun afgreiða málið þegar þú pantar vettvangsþjónustu hjá okkur.