Með Léttkaupum í Síminn Pay appinu er hægt að fresta greiðslu í 14 daga og dreifa greiðslum í allt að 36 mánuði.
Þú sækir um Léttkaupskort í Síminn Pay appinu og greiðir með því hjá söluaðilum. Þá hefur þú allt að 14 daga til að greiða fyrir vöruna eða dreifa greiðslum í allt að 36 mánuði.
Hvernig sæki ég um Léttkaupskort?
Eftir að þú nærð í appið og skráir þig inn með rafrænum skilríkjum þá smellir þú á "Veski" og ýtir á plúsinn.
Hvað ákvarðar heimild á Léttkaupskortinu?
Umsókn tekur til ýmissa þátta, t.d. lánshæfismats sem reiknar lánshæfi viðskiptavina út frá gögnum frá Credit Info.
Hvar sé ég greiðslufrest og lánin mín á Léttkaupum?
Hvernig á að dreifa greiðslum?
Eftir að þú hefur verslað með Léttkaupum, þá getur þú fylgt þessum skrefum til þess að dreifa greiðslunum.
Hvernig greiði ég upp kröfu eða lán?
Þú getur greitt upp lán með því að fylgja þessum skrefum hér að neðan. Þegar það er komið mun greiðsluseðill vera sendur í heimabanka innan 30 mínútna.
Athugaðu!
Þú getur ekki greitt upp lán ef þú ert þegar með ógreiddakröfu fyrir hluta lánsins í heimabanka. Borgaðu útistandandi kröfuna fyrst og svo getur þú greitt upp restina af láninu.