Léttkort

Léttkort Pay er ný tegund greiðslukorts sem býður upp á aukinn sveigjanleika, því þú stjórnar ferðinni og greiðir niður eins og þér hentar! Kortið er gefið út af Mastercard og því má nýta það hjá yfir 29 milljónum söluaðila um allan heim.

Sækja um Léttkort

Þú getur sótt Léttkortið á nokkrum mínútum í Síminn Pay appinu!

  • Náðu í Síminn Pay appið og skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum.
  • Smelltu á Meira í valmyndinni neðst.
  • Veldu Veski.
  • Smelltu á Plús (+) merkið í efra-hægra horninu til að bæta við korti.
  • Veldu Síminn Pay Léttkort.

Hér þarftu að gefa leyfa til að framkvæma Lánshæfismat og fylla út Áreiðanleikakönnun, en þessar upplýsingar eru notaða til að ákveða hvort þú getir fengið Léttkort og hver hámarks heimildin þín verður.

Var umsókninni hafnað?

Síminn Pay notar upplýsingar frá Creditinfo til að ákvarða lánshæfi og við breytum ekki einstaka heimildum. Ef þú telur að við höfum gert mistök við útreikninginn getur þú sent okkur póst á netfangið siminn@siminn.is.

Ef umsóknin er samþykkt þarftu næst að stilla greiðsluhlutfallið þitt, en það getur verið allt frá 5% og upp í 100%. Þú getur lesið meira um greiðsluhlutfallið hér fyrir neðan.

Næst færð þú val um að virkja ýmsar aukaþjónustur Léttkortsins, eins og Vildarpunkta eða ferðatryggingu. Veldu þær sem henta þér best, en engin þeirra er nauðsynleg til að nota Léttkortið.

Að lokum bætir þú Léttkortinu í stafræna veskið þitt og þá er það tilbúið til notkunar!

Léttkortið er sveigjanlegt!

Þú getur uppfært greiðsluhlutfall og viðbótarþjónustur Léttkortsins hvenær sem er!

Léttkortið í appinu

Þegar þú hefur sett upp Léttkortið getur þú valið Léttkort á forsíðu Síminn Pay appsins til að athugað stöðuna á því og komast í helstu stillingar:

Til ráðstöfunar

Hér getur þú séð eftirstandandi heimild á Léttkortinu þínu, en hámarks heimildin þín er byggð á ýmsum þáttum eins og lánshæfismati Creditinfo. Heimildin þín er samnýtt á milli Léttkortsins og Léttkaupa, þannig að útistandandi lán á öðru þeirra hefur áhrif á heimild hins.

Dæmi

Anna fékk 500.000 kr. heimild, en er nú þegar með 100.000 kr. útistandandi lán í Léttkaupum. Anna á þá 400.000 kr. heimild eftir á Léttkortinu.

Til greiðslu

Hér sérðu upphæðina sem þú kemur til með að greiða á næsta reikningi. Upphæð til greiðslu er reiknuð út frá útistandandi láni og greiðsluhlutfalli Léttkortsins.

Sjá kortanúmer

Hér getur þú séð kortanúmer, gildistíma og CVC númer Léttkortsins.

Skoða reikninga

Hér getur þú séð fyrri og næstkomandi reikninga

Öryggi

Hér getur þú lokað fyrir notkun Léttkortsins í netverslunum eða fryst alla notkun samstundis.

Grunsamlegar færslur?

Ef þig grunar að kortaupplýsingunum þínum hafi verið stolið skaltu frysta kortið og sendu okkur póst á siminn@siminn.is.

Sjá færsluyfirlit

Hér sérð þú allt sem þú hefur greitt með Léttkortinu, skipt á milli kortatímabila.

Greiðsluhlutfall

Léttkortið býður upp á sveigjanlegar greiðslur, þar sem þú stýrir ferðinni og greiðir niður eins og þér hentar hver mánaðamót. Þú getur stillt greiðsluhlutfallið þitt á allt frá 5% upp í 100% í hverjum mánuði og greiðir þá það hlutfall af heildar láninu þínu.

Dæmi

Gunnar verslar fyrir 100.000 kr. með Léttkortinu og stillir 5% greiðsluhlutfall og greiðir því 5.000 kr. af láninu sínu auk kostnaðar um næstu mánaðamót. Ef Gunnar verslar ekkert meira með Léttkortinu næsta mánuð greiðir hann 4.750 kr. auk kostnaðar mánaðmótin þar á eftir, eða 5% af 95.000 kr.

Hvernig breyti ég greiðsluhlutfallinu?

Þú getur breytt greiðsluhlutfallinu þínu í Síminn Pay appinu.

  • Veldu Léttkort á forsíðu Síminn Pay appsins.
  • Veldu tannhjólið í efra-hægra horninu.
  • Veldu Greiðsluhlutfall höfuðstóls undir Annað í listanum.
  • Stilltu nýtt greiðsluhlutfall og veldu Staðfesta.

Breytingar um mánaðamót

Þú getur breytt greiðsluhlutfalli reiknings allt að þremur dögum fyrir mánaðamót. Eftir það mun breytingin á greiðsluhlutfallinu gilda um næsta reikning þar á eftir.

Aukaþjónustur

Léttkortið býður upp á ýmsar aukaþjónustur sem þú getur kveikt og slökkt á eins og hentar í hverjum mánuði.

VildarvinurSem Vildarvinur greiðir þú engin þjónustugjöld í Síminn Pay appinu og færð aðgang að fjölda tilboða hjá Símanum og öðrum samstarfsaðilum.

Vildarpunktar IcelandairSafnaðu Vildarpunktum Icelandair þegar þú greiðir með Léttkortinu.

FerðatryggingVíðtæk ferðatrygging í samstarfi við VÍS sem þú getur keypt aðeins þá mánuði sem þú ferðast, frekar en allt árið. Þú finnur nánari upplýsingar um ferðatrygginguna á vef VÍS.

Ekkert gengisálagGreiddu með erlendum gjaldmiðli án gengisálags, hvort sem það er erlendis eða í netverslun. Flest kreditkort rukka 2,5% gengisálag fyrir allar færslur í erlendum gjaldmiðli.

Hvernig stilli ég aukaþjónustur?

Þú getur uppfært aukaþjónusturnar þínar hvenær sem er í Síminn Pay appinu.

  • Veldu Léttkort á forsíðu Síminn Pay appsins.
  • Veldu tannhjólið í efra-hægra horninu.
  • Veldu þjónustuna sem þú vilt breyta undir Aukaþjónustur í listanum.

Bæta Léttkortinu í stafrænt veski

Ef þú þarft að bæta Léttkortinu aftur í stafræna veskið þitt getur þú fylgt þessum skrefum:

  • Veldu Léttkort á forsíðu Síminn Pay appsins.
  • Veldu tannhjólið í efra-hægra horninu.
  • Veldu Bæta korti við Apple/Google Wallet efst í listanum.
  • Fylgdu leiðbeiningunum í tækinu þínu til að setja kortið upp.

Athugaðu!

Þú getur ekki bætt Léttkortinu í veskið þitt með því að handstimpla inn kortaupplýsingarnar í stafræna veskið þitt.