Myndlykill

Myndlyklarnir okkar eru sérhannaðir fyrir Sjónvarp Símans og eru því einfaldasta og áreiðanlegasta leiðin til að njóta alls sem þjónustan hefur upp á að bjóða!

Þú getur nálgast myndlykil í verslunum og á þjónustustöðum okkar eða haft samband við þjónustuverið til að fá hann sendann.

Í kassanum eru eftirfarandi hlutir

  • Myndlykill
  • Fjarstýring
  • Straumbreytir
  • HDMI snúra
  • Netsnúra

Til að tryggja hámarks myndgæði mælum við með að nota þær snúrur sem að fylgja með myndlyklinum þínum.

Svona tengir þú myndlykilinn

  • Tengdu HDMI snúru í HDMI tengi á myndlyklinum og sjónvarpinu þínu. Athugaðu merkinguna á HDMI tenginu sem þú notar, því hún segir til um á hvaða rás sjónvarpið þarf að vera stillt til að nota myndlykilinn.
  • Tengdu straumbreytinn við myndlykilinn og settu í samband við rafmagn.
  • Kveiktu á sjónvarpinu og stilltu á HDMI rásina sem samsvarar HDMI tenginu sem þú notaðir.
    • Á flestum sjónvörpum er skipt milli HDMI rása með því að ýta á Source eða Input  og velja viðeigandi HDMI rás með örvatökkum á fjarstýringunni.

Eftir stutta stund auðkennir þú þig rafrænt ferð beint inn í viðmótið á Sjónvarpi Símans.

Fjarstýringin