Talhólf og Svarhólf eru bæði símsvaraþjónustur, en það er einn meginmunur á þeim: Þegar hringt er í Talhólf spilast símsvarakveðja og svo er hægt að skilja eftir skilaboð, en Svarhólf spilar bara kveðjuna og býður ekki upp á að skilja eftir skilaboð.
Talhólf
Talhólf er hinn sígildi símsvari og fylgir ókeypis með öllum farsímaáskriftum. Þú ræður hvenær og færð SMS tilkynningu þegar einhver skilur eftir skilaboð í Talhólfinu þínu.
Til að hringja í Talhólf úr símanum sem það tilheyrir er nóg að hringja í síma 1411.
Til að hringja í Talhólf úr öðrum síma hringir þú í síma 880 0100 og þarft að slá inn símanúmer og lykilnúmer Talhólfsins til að auðkenna þig.
Til að hringja í Talhólf frá útlöndum hringir þú í síma (+354) 880 0200 og þarft að slá inn símanúmer og lykilnúmer Talhólfsins til að auðkenna þig.
Fyrsta uppsetning
Í fyrsta sinn sem þú hringir í Talhólfið færð þú sérstaka kynningu fyrir nýja notendur. Kynningin mun leiðbeina þér til að velja 4 stafa lykilnúmer og lesa inn símsvarakveðju. Uppsetning Talhólfs er aðeins aðgengileg með því að hringa í síma 1411 úr símanum sem Talhólfið tilheyrir.
Símsvarakveðjan
Kveðjan þín getur verið allt að 30 sekúndur og er spiluð í hvert sinn sem einhver hringir í Talhólfið þitt.
Hlusta á og vista skilaboð
Ný skilaboð eru spiluð sjálfkrafa þegar þú hringir í Talhólfið. Til að hlusta á eldri skilaboð velur þú 1 í aðalvalinu.
- Skilaboð eru geymd í 24 klukkustundir eftir að þú hlustar á þau.
- Þú getur vistað skilaboð til að geyma þau í allt að 365 daga.
- Ef ekki er hlustað á ný skilaboð er þeim eytt eftir 7 daga.
- Hver skilaboð mega vera allt að 60 sekúndur að lengd.
- Hámarks samanlögð lengd skilaboða í Talhólfinu er 20 mínútur, óháð fjölda skilaboða.
Stillingar Talhólfs
Veldu 2 í aðalvali til að komast í eftirfarandi stillingar.
- Breyta símsvarakveðju.
- Breyta lykilnúmeri.
- Breyta tungumáli (hægt er að velja íslensku eða ensku).
- Slökkva eða kveikja á lykilnúmeri.
Farðu varlega!
Við mælum alltaf með að kveikt sé á lykilnúmerinu til að koma í veg fyrir að óviðkomandi aðilar komist í Talhólfið þitt.
Hringiflutningur í Talhólf
Til að fólk geti náð sambandi við Talhólfið þitt þarftu að setja upp hringiflutning. Þú getur ákveðið hvort hringiflutningur eigi sér stað þegar þú svarar ekki símanum, ef þú ert utan þjónustusvæðis eða síminn þinn er á tali. Að sjálfsögðu getur þú líka flutt öll símtöl beint í Talhólfið þitt, en þá mun síminn þinn aldrei hringja.
Svarhólf
Svarhólf eru sérstök símanúmer sem byrja á tölunum 878 og gefur upp upplýsingar eða skilaboð sem eigandinn vill koma á framfæri. Þegar hringt er í Svarhólf spilar það kveðjuna sína þrisvar og slítur svo símtalinu. Þau sem hringja geta ekki skilið eftir skilaboð í Svarhólfi.
Til að komast í aðalval Svarhólfs þarftu að hringja í það, ýta á # um leið og það svarar og slá inn lykilnúmer.
Hvert er lykilnúmerið?
Þú býrð til 4 stafa lykilnúmer þegar þú setur upp Svarhólfið og getur breytt því að vild. Ef þú ert að fara í aðalval Svarhólfsins í fyrsta sinn er lykilnúmerið 9999.
Fyrsta uppsetning
Í fyrsta sinn sem þú ferð í aðalval Svarhólfsins færð þú sérstaka kynningu fyrir nýja notendur. Kynningin mun leiða þig í gegnum að velja nýtt lykilnúmer og lesa inn kveðju.
Breyta kveðju eða lykilnúmeri Svarhólfs
Í aðalvalinu getur þú valið 3 til að breyta kveðjunni þinni og 4 til að breyta lykilnúmerinu. Fylgdu svo leiðbeiningunum sem eru lesnar upp hverju sinni.