Við bjóðum upp á hágæða heimasímaþjónustu yfir netið, sem er einföld og ódýr viðbót við netáskrift og hentar flestum heimilum.
Að tengja heimasíma
Í dag nota allir heimasímar VoIP kerfið og eru tengdir við netbeininn þinn, ekki við símatengil á veggnum. Það eina sem þú þarft að gera er að tengja símann þinn við græna tengið aftan á netbeininum og þá er hann tilbúinn til notkunar!
Ert þú með þinn eigin netbeini?
Ef þú ert ekki með netbeini frá Símanum skaltu ganga úr skugga um að netbeinirinn þinn styðji VoIP. Mögulega þarft þú að breyta stillingum hans til að fá heimasímann til að virka.
Hvað ef heimasíminn er á öðrum stað en netbeinirinn?
Í dag eru flestir heimasímar þráðlausir, með hleðslustöð sem getur verið hvar sem er á heimilinu. Við mælum því með að færa einfaldlega hleðslustöðina og tengja hana beint við netbeininn.
Ef þú getur ekki fært símtækið að netbeininum þarf að leggja lögn á milli þeirra. Þú getur einfaldlega keypt lengri snúru og tengt milli herbergja, en við mælum frekar með að fá sím- eða rafvirkja til draga lögn í gegnum veggi. Hafðu samband við okkur til að fá tæknimann frá Símanum, en þú getur einnig fundið sjálfstæðan verktaka á heimasíðu Samtaka Rafverktaka.
Viðbótarþjónustur
Við bjóðum upp á ýmsar viðbótarþjónustur til að auka notagildi heimasímans og gera þér kleift að sérsníða virkni hans að þínum þörfum.
Hringiflutningur
Þú getur flutt símtöl sem berast í heimasímann þinn yfir í annað númer hvar sem er á landinu, hvort sem það er annar heimasími, farsími, talhólf eða svarhólf. Þú getur lesið meira um hringiflutning hér.
Læsingar
Með læsingum getur þú hindrað að hægt sé að hringja í ákveðinn flokk símanúmera úr heimasímanum þínum og þannig komið í veg fyrir óvæntan aukakostnað. Þú getur still læsingar á þjónustuvefnum, en við bjóðum upp á fimm mismunandi stillingar:
Læsing í símakosningu | Lokar fyrir kosninganúmer eins og fyrir Eurovision eða aðrar samkeppnir í sjónvarpi |
Læsing í símatorg | Lokar fyrir símtöl í 900 númer |
Læsing í útlönd | Lokar fyrir símtöl til útlanda. Athugaðu að þessi læsing gerir engan greinarmun á hvort símtöl til viðkomandi lands séu innifalin í áskriftinni þinni eða ekki |
Læsing í upplýsingar | Lokar fyrir símtöl í upplýsingaveitur eins og símaskrár |
Læsing í GSM | Lokar fyrir símtöl í farsíma |
Númeraleynd
Þegar þú hringir með númeraleynd getur viðtakandi símtalsins ekki séð úr hvaða númeri þú hringir. Þú getur kveikt á númeraleynd fyrir öll símtöl á þjónustuvefnum, eða hringt stök símtöl með númerleynd með því að stimpla inn #31# á undan símanúmerinu þegar þú hringir.
Höfnun númeraleyndar
Á þjónustuvefnum getur þú valið að hafna öllum símtölum sem hringd eru með númeraleynd í heimasímann þinn.
Símtal bíður
Með þessari stillingu getur þú tekið á móti tveimur símtölum á sama tíma. Ef einhver hringir í þig á meðan þú ert að tala í heimasímann, færð þú merki um að annað símtal bíði á línunni. Athugaðu að símtækið þitt þarf líka að styðja þessa virkni og mögulega þarftu að kveikja á henni í stillingum símans.
Að geyma ótengt símanúmer
Ef þú þarft að segja upp áskriftinni þinni tímabundið – til dæmis vegna ferðalags, spítalavistar eða einhvers annars – getum við geymt símanúmerið þitt á meðan svo því sé ekki úthlutað til einhvers annars.
Við geymum öll símanúmer í 3 mánuði eftir uppsögn, en þú getur farið fram á lengri geymslutíma allt upp að 12 mánuðum. Hafðu samband við þjónustuverið okkar ef þú vilt setja símanúmerið þitt í geymslu.