Frelsi

Frelsi er fyrirframgreidd farsímaleið sem þú getur fyllt á eftir þörfum. Það kostar ekkert að vera með símann í hefðbundnu Frelsi og þú ert laus við alla umframnotkun og reikninga nema viðbótarþjónustur séu keyptar. Þú kaupir áfyllingar til að hringja, senda SMS eða nota gagnamagn. Einnig getur þú verið með sjálfvirkar eða reglulegar áfyllingar.

Við bjóðum upp á þrjár mismunandi tegundir af fyrirframgreiddum áskriftum:

Frelsi er inneign í krónum eða gagnamagni sem er hægt að nota í símtöl, SMS og gagnanotkun. Öll notkun er dregin af inneigninni þinni samkvæmt verðskrá.

Krakkakort fyrir börn og unglinga undir 18 ára fylgja öllum eftirágreiddum farsímaáskriftum og er ókeypis. Með Krakkakorti fær barnið endalaus símtöl og SMS í íslensk símanúmer og 2 GB af gagnamagni í hverju mánuði. Þú getur lesið meira um Krakkakort hér.

Þrenna er mánaðarleg áfylling svipuð hefðbundinni áskrift, nema hún er greidd með greiðslukorti í upphafi mánaðar. Með Þrennu færðu endalaus símtöl og SMS í íslensk símanúmer, ásamt gagnamagni. Þú getur lesið meira um Þrennu hér.

Hvar get ég fyllt á Frelsi?

Besta leiðin til að fylgjast með inneigninni og fylla á hana er með Símaappinu. Þú getur líka fyllt á Frelsi á vefsíðunni okkar og fylgst með stöðunni á þjónustuvefnum.

Til eru tvær mismunandi tegundir áfyllinga:

Áfylling eða krónuinneign er hefðbundin inneign sem getur greitt fyrir alla notkun samkvæmt verðskrá.

Netið er töluvert hagstæðari inneign fyrir gagnamagn, en gildir aðeins fyrir netnotkun á Íslandi og í löndum innan EES.

Einfaldaðu málið með sjálfvirkum áfyllingum!

Á þjónustuvefnum getur þú sett upp sjálfvirkar áfyllingar þegar inneignin þín er að klárast eða reglulegar áfyllingar sem fylla á Frelsið á ákveðnum tímabils fresti.

Hve lengi gildir Frelsi?

Frelsi getur verið í mismunandi stöðum eftir því hvenær síðast var fyllt á það.

Virk
Inneign er virk í 6 mánuði eftir að síðast var bætt við hana. Þú getur móttekið símtöl út þetta tímabil þótt engin inneign sé eftir. 

Óvirk
Ef 6 mánuðir hafa liðið frá síðustu áfyllingu verður inneignin óvirk og þú getur hvorki hringt né móttekið símtöl. Þú getur þó hringt í þjónustuverið okkar og neyðarnúmer eins og 112. Númerið getur verið óvirkt í allt að 6 mánuði áður en það rennur út, en ef þú fyllir á Frelsið á þessu tímabili verður númerið aftur virkt.

Útrunnin
Óvirka tímabilinu lýkur ári eftir síðustu áfyllingu og þá fyrnist inneignin, ef einhver er. Einnig áskiljum við okkur rétt til að aftengja þjónustuna. Frelsisnúmerið virkjast á ný um leið og sett er inn áfylling á númerið og við það fara rafræn skilríki að virka á ný.

Rafræn skilríki á Frelsi 

Lokað er á virkni rafrænna skilríkja fyrir útrunnið Frelsi, en þau virkjast aftur ef fyllt er á Frelsið.

Hvernig virkar Frelsi í útlöndum?

Þegar þú ferðast til landa utan EES þarftu að skrá þig í þjónustuna "Frelsi í útlöndum" þar sem símanotkun erlendis er greidd eftirá á símreikning. Þú getur lesið meira um Frelsi í útlöndum hér.