Krakkakort

Krakkakort er fyrirframgreidd áskrift fyrir börn og unglinga undir 18 ára aldri sem fylgir ókeypis með öllum eftirágreiddum farsímaáskriftum. Með Krakkakorti fær barnið endalaus símtöl og SMS í íslensk símanúmer og 2 GB af Safnamagni og þú getur tengt allt að 11 Krakkakort farsímaáskriftina þína.

Hvernig fæ ég Krakkakort?

Ef barnið þitt er nú þegar með símanúmer í Frelsi getur þú breytt því í Krakkakort á þjónustuvefnum.  Hafðu samband við þjónustuverið okkar þig vantar nýtt símanúmer eða vilt flytja númerið þitt yfir til okkar frá öðru fjarskiptafyrirtæki.

  • Smelltu á Bæta við -> GSM númer.
  • Sláðu inn símanúmer í Frelsi sem þú vilt breyta í Krakkakort. Athugaðu að númerið þarf að vera skráð á barn/ungling undir 18 ára.
  • Smelltu á Vista.

Barnið mitt þarf meira en 2 GB. Hvað geri ég?

Ef gagnamagnið á Krakkakorti klárast er ekkert mál að fylla á það á þjónustuvefnum. Með reglulegum áfyllingum getur þú valið áfyllingu, hvort sem það eru krónur eða gagnamagn, sem gerist á ákveðnum degi mánaðarins sem fer þá sjálfkrafa af greiðslukortinu þínu.

Er gagnamagnið alltaf að klárast?

Ef gagnamagnið klárast í hverjum mánuði gæti verið hagstæðara að færa númerið í áskrift með meira gagnamagni.

Hvernig tengi ég Krakkakortið við þjónustuvefinn minn?

Foreldrar geta skráð sig inn á þjónustuvef Símans og tengt Krakkakortið við sinn aðgang. Þannig geta þau fylgst með notkuninni og fyllt og keypt auka gagnamagn eftir þörfum. Athugaðu að hafa símann með Krakkakortinu við höndina, þar sem SMS verður sent í símann með staðfestingarnúmeri.

  • Smelltu á Stillingar -> Tengja Frelsis númer við innskráningu.
  • Settu inn númerið á Krakkakortinu.
  • Smelltu á Vista.
  • Stimplaðu inn staðfestingarkóðann sem var sendur í símann með Krakkakortinu.