Netsíminn færir heimasímann í tölvu eða snjallsímann.
Þú færð íslenskt símanúmer sem byrjar á 499 xxxx og getur notað þjónustuna hvar sem er í heiminum. Þú hringir án endurgjalds í alla heima- og farsíma á Íslandi fyrir 0 kr. Öll móttekin símtöl teljast sem innanlandssímtöl, sama hvar þú ert í heiminum þannig að vinir og vandamenn geta einnig hringt í þig og borga einungis fyrir venjulegt innanlands símtal því öll símtöl eiga upptök sín á Íslandi.
Ekki er hægt að virkja sérþjónustur með Netsímanum.
Það er ekkert stofngjald greitt en mánaðargjald fyrir þjónustuna má sjá í verðskrá fyrir Heimasíma.
Ef þú vilt stofna Netsíma hafðu þá samband við þjónustuverið okkar.
Hvernig set ég upp Netsímann?
Uppsetning á Netsímanum fyrir Apple iOS
- Veldu símanúmer og lykilorð
- Til að setja upp Netsímann á Apple iOS þarftu símanúmer og lykilorð. Þú sækir hvoru tveggja á Þjónustuvefnum.
- Sæktu forritið Zoiper
- Leiðbeiningar á uppsetningu sýna hvernig þú setur upp forrit sem heitir Zoiper í iPhone. Þetta þýðir samt ekki að Síminn mæli með notkun á einhverju einu forriti fram yfir annað. Leiðbeiningarnar er auðveldlega hægt að staðfæra yfir á önnur forrit sem styðja svokallaðan SIP-staðal.
- Uppsetning
- Þegar þú hefur hlaðið forritinu niður skaltu opna það og fara í Settings. Því næst smellir þú á Accounts.
- Næst skalt þú smella á plúsinn uppi hægra meginn, þá spyr forritið þig hvort þú eigir nú þegar account, þar skal þú smella á yes.
- Næst skalt þú velja Manual configuration og því næst smella á SIP account.
- Hér slærð þú inn eftirfarandi upplýsingar:
- Account name: Nafnið á viðskiptavini
- Domain: tolvusiminn.siminn.is
- User name: 499**** (símanúmer)
- Password: (sem þú fékkst í töluvpósti)
- Caller ID: (á ekkert að skrifa þar)
- Svo þarf að haka í ,,user outbound proxy" og setja Outbound Proxy: tolvusiminn.siminn.is
- Nú ætti uppsetningunni að vera lokið og þú getur farið að hringja úr farsímanum þínum með Netsímanum.
Uppsetning á Netsímanum fyrir Android
- Veldu símanúmer og lykilorð
- Til að setja upp Netsímann á Android þarftu símanúmer og lykilorð. Þú sækir hvoru tveggja á Þjónustuvefnum.
- Sæktu forritið Zoiper
- Leiðbeiningar á uppsetningu sýna hvernig þú setur upp forrit sem heitir Zoiper í Android. Þetta þýðir samt ekki að Síminn mæli með notkun á einhverju einu forriti fram yfir annað. Leiðbeiningarnar er auðveldlega hægt að staðfæra yfir á önnur forrit sem styðja svokallaðan SIP-staðal.
- Uppsetning
- Þegar að þú hefur sótt forritið í tækið þitt skaltu opna það og skrá þig inn.
- Undir Username setur þú netsímanúmerið.tolvusiminn.siminn.is (499xxxx.tolvusiminn.siminn.is)
- Undir Password setur þú lykilorðið sem að þú fékkst sent í tölvupósti
- Eftir innskráningu setur þú hak í My provider/PBX requires an authentication username or outbound proxy
- Þar setur þú netsímanúmerið í Authentication Username og velur SIP TCP og að lokum Finish
- Það vísar þér aftur á forsíðu appsins, þar velur þú valmyndar hnappinn uppi í vinstra horninu.
- Inni í valmyndinni velurðu Connectivity
- Þar hakarðu úr Enable PUSH proxy og ferð til baka
- Appið endurræsir sig við það
- Að lokum þarf að fara inn í Settings
- Þar velur þú Accounts
- Ýtir á númerið
- Velur Outbound proxy, og setur inn tolvusiminn.siminn.is
- Þá er aðgangurinn tilbúinn
- Þegar að þú hefur sótt forritið í tækið þitt skaltu opna það og skrá þig inn.
Hvar get ég fengið nýtt lykilorð?
Þú getur sótt nýtt lykilorð fyrir Netsímann á þjónustuvefnum.
Hvar get ég sagt upp Netsímanum?
Þú getur sagt Netsímanum upp á þjónustuvefnum eða haft samband við þjónustuverið okkar.