Rafræn skilríki eru lausn frá Auðkenni sem gerir þér kleift að auðkenna þig á einfaldan hátt í gegnum netið eða í síma. Til eru tvær útgáfur af rafrænum skilríkjum: Skilríki á SIM korti sem notast við SMS þjónustur og Auðkennisappið sem notar internetið.
Hvernig fæ ég rafræn skilríki?
Þú getur sett upp Auðkennisappið heima í stofu ef þú ert með íslenskt vegabréf sem er í gildi og snjalltæki sem styður NFC. Leiðbeiningar um uppsetningu Auðkennisappsins má finna á vef Auðkennis.
Annars getur þú sótt um rafræn skilríki á SIM kortið þitt í öllum verslunum Símans eða öðrum skráningarstöðvum Auðkennis. Mundu að hafa löggild persónuskilríki með í för!
Hvað telst sem löggild skilríki?
Löggild skilríki eru til dæmis vegabréf, ökuskírteini, dvalarleyfiskort eða íslensk nafnskírteini. Þú getur séð tæmandi lista yfir leyfð persónuskilríki á vef Auðkennis.
Að flytja rafræn skilríki milli tækja
Þú getur auðvitað flutt skilríkin þín á milli tækja, en aðferðin er mismunandi eftir hvort þú sért með skilríki á SIM korti eða Auðkennisappið.
Skilríki á SIM korti
Skilríkin eru tengd við SIM kortið og flytjast sjálfkrafa á milli tækja ef kortið er flutt!
Ef þú þarft af afrita skilríkin eða flytja þau yfir á nýtt SIM kort frá sama fjarskiptafélagi getur þú farið inn á þjónustuvef Auðkennis og fylgt leiðbeiningunum þar til að afrita skilríkin á nýtt SIM kort. Athugaðu að bæði SIM kortin þurfa að vera virk og tengd við símanúmer til að afrita skilríkin.
Auðkennisappið
Sæktu einfaldlega Auðkennisappið í nýja tækinu og skráðu þig inn!
Þú getur skráð þig inn með gildu vegabréfi eða með því að auðkenna þig í gegnum Auðkennisappið í gamla tækinu eða með rafrænum skilríkum á SIM korti.
Að flytja rafræn skilríki milli fjarskiptafélaga
Ef þú ert með rafræn skilríki á SIM korti og ert að flytja símanúmerið þitt til Símans frá öðru fjarskiptafélagið getur þú virkjað skilríkin þín heima í stofu! Láttu okkur bara vita þegar þú biður um flutninginn og við komum ferlinu af stað.
Hér eru nokkur atriði til að hafa á bakvið eyrað:
- Við mælum með að fara í gegnum ferlið í tölvu eða spjaldtölvu, því síminn þinn gæti misst netsamband á meðan flutningurinn á sér stað.
- Hafðu gamla SIM kortið í símanum þar til þú færð SMS um að þú getir hafið flutning á skilríkjunum.
- Þegar þú færð SMS skilaboðin frá okkur getur þú skráð þig inn á þjónustuvef Auðkennis og fylgt leiðbeiningunum þar til að flytja skilríkin!
Hvað með Auðkennisappið?
Ef þú ert með Auðkennisappið þarftu ekki að gera neinar ráðstafanir fyrir rafrænu skilríkin þín þegar þú flytur á milli fjarskiptafélaga!
Algengar spurningar
Hvað kostar að nota rafræn skilríki?
Almennt séð kostar ekkert að nota rafræn skilríki, nema þegar þú ert erlendis. Ef þú ert með skilríki á SIM korti og notar þau í útlöndum er greitt er fyrir tvö send SMS til Íslands samkvæmt verðskrá viðkomandi lands. Auðkennisappið notar smá gagnamagn við auðkenningu og þannig líka valdið kostnaði á ferðalagi erlendis.
Hvað ef ég týni símanum?
Ef þú týnir símanum með rafrænu skilríkjunum þarftu að virkja þau upp á nýtt samkvæmt leiðbeiningunum hér fyrir ofan.
Þarf ég nýtt SIM kort til að virkja Rafræn skilríki?
Ef SIM kortið þitt er mjög gamalt gæti verið að það styðji ekki rafræn skilríki. Engar áhyggjur, því þú getur sótt nýtt SIM kort á næsta þjónustustað eða haft samband við þjónustuverið okkar til að fá það sent í pósti!
Virka rafræn skilríki með Úræði?
Eins og er styður Auðkenni ekki við rafræn skilríki með Úræði. Það þarf því að græja allt sem þarfnast rafrænna skilríkja með símanum.