Að flytja á nýtt heimili er stórt skref, en við gerum okkar besta til að gera það eins einfalt og hægt er!
Hvað þarf ég að gera?
Byrjaðu á því að láta okkur vita hér á vefsíðunni okkar og við hjálpum þér að setja upp netið á nýjum stað. Taktu netbeini, myndlykla og WiFi Magnara með þér þegar þú flytur en skildu ljósleiðaraboxið eftir, ef það er til staðar. Ef þú ert með heimasíma þá flyst símanúmerið með þér á nýja staðinn.
Við mælum með að tilkynna flutninginn með góðum fyrirvara svo tengingin sé tilbúin á nýja staðnum þegar þú flytur, en afgreiðslutími fer nánast alfarið eftir aðstæðum á nýja staðnum. Ef allt er tilbúið getur flutningur átt sér stað samdægurs, en annars getur tekið 2-10 daga að fá tæknimann á staðinn til að setja upp búnað og tengingar.
Framkvæmdir innanhúss
Í sumum tilfellum þarf tæknimaður að laga innanhússlagnir til að koma á tengingu, en því getur fylgt kostnaður samkvæmt verðskrá.
5G lánsbúnaður
Í verslunum okkar í Ármúla, Smáralind og á Akureyri getur þú fengið 5G netbeini með endalausu gagnamagni að láni hjá okkur í allt að 30 daga á meðan í flutningum stendur, sama hvort þú sért nú þegar í viðskiptum við Símann eða ekki. Ef þú býrð úti á landi getur þú haft samband við okkur í síma og á netspjalli og við sendum þér 5G netbeini samdægurs!
Lánsbúnaðurinn okkar styður bæði 4G og 5G, en þú getur fundið kort af dreifikerfi Símans hér til að athuga sambandið þar sem þú ert.
Hvernig set ég upp 5G netbeininn?
Netbeinirinn er tilbúinn til notkunar um leið og þú færð hann í hendurnar, þú þarft bara að tengja hann.
Byrjaðu á að setja netbeinin í samband við rafmagn og kveikja á honum. Hinkraðu svo í 2-3 mínútur á meðan hann ræsir sig og nær sambandi við farsímakerfið.
Næst getur þú tengt tækin þín! Þú finnur WiFi nafn og lykilorð prentað á límmiða neðan á beininum.
Er komið samband?
Grænt ljós á beininum merkir gott netsamband, en ef ljósið er gult eða rautt skaltu prófa að færa hann til. Best er að staðsetja beininn í opnu rými, en ef farsímasamband er slæmt á heimilinu gæti hjálpað að hafa hann nær glugga.
Hvað geri ég þegar lánstíminn klárast?
Þegar tengingin þín er tilbúin getur þú skilað 5G lánsbúnaðinum til okkar í næstu verslun eða sent hann til okkar í pósti. Að sjálfsögðu máttu líka halda 5G beininum og áskriftinni, en þá færðu þú mánaðarlegan reikning fyrir 5G Netpakkanum eftir að lánstímabilinu lýkur.