Samtímastraumar

Samtímastraumur segja til um hversu mörg tæki geta horft á efni samtímis. Með Sjónvarpi Símans fylgir alltaf einn straumur, með Þægilega pakkanum fylgja tveir straumar og með Heimilispakkanum fylgja þrír! 

Vantar þig fleiri strauma?

Þú getur bætt við auka samtímastraum á sjálfsafgreiðsluvefnum okkar. 

Að hámarki getur þú verið með fimm samtímastrauma á einni áskrift, en ef þú reynir að spila efni í fleiri tækjum færð þú viðvörum um að straumahámarki sé náð. Þá getur þú valið að slökkva á afspilun í öðru tæki til að taka yfir strauminn og nota hann í núverandi tæki.

Dæmi:

Helga er í ferðalagi og ætlar að horfa á Sjónvarp Símans í spjaldtölvunni sinni, en hún skildi sjónvarpið heima eftir í gangi og er því komin upp í straumahámarkið sitt. Helga fær þá viðvörun upp á skjáinn og getur valið að slökkva á straumnum í sjónvarpinu heima og byrjað strax að horfa í spjaldtölvunni!

Straumar í HBO Max appinu

Með HBO Standard áskrift fylgja tveir samtímastraumar og með HBO Premium áskrift fylgja fjórir samtímastraumar. 

Straumar á efni frá Sýn

Samkvæmt reglum frá Sýn mátt þú horfa á efnið þeirra á allt að tveimur IP tölum í einu en að hámarki 5 samtímastraumar eru á hverri IP tölu. Ef þú reynir að horfa frá þriðju IP tölu á sama tíma þarftu að taka yfir afspilun frá öðru tæki.