Streymisveita Hayu

Hayu er streymisveita sem býður upp á mikið úrval raunveruleikaþátta og fylgir með Sjónvarpi Símans Premium. Hluti efnisins er aðgengilegur í Sjónvarp Símans Premium viðmótinu, en til að nálgast allt efnisframboð Hayu getur þú sótt Hayu appið í snjalltækið þitt eða horft í vafra á heimasíðu Hayu.  

Tengja Hayu við Sjónvarp Símans Premium

Ef þú ert áskrifandi að Sjónvarpi Símans Premium getur þú sótt kóða til að tengja streymisveitu Hayu við áskriftina þína.

  • Fylltu út þetta form til að fá kóða sendan í tölvupósti.
  • Passaðu að nota sömu kennitölu og er skráð fyrir Sjónvarp Símans Premium áskriftinni.
  • Einn kóði að Hayu fylgir hverri Sjónvarp Símans Premium áskrift. 

Ertu ekki með Premium?

Þú getur keypt áskrift að Sjónvarpi Símans Premium á vefnum okkar.

Ef þú ert ekki með Hayu aðgang
  • Farðu inn á vefsíðu Hayu og stofnaðu aðgang.
  • Veldu mánaðarlega áskrift á skjánum þar sem þú velur áskriftarleið.
  • Sláðu kóðann sem við sendum þér í Promo code reitinn á greiðslusíðunni. Þú þarft ekki að setja inn aðrar greiðsluupplýsingar.
  • Þegar áskriftin hefur verið stofnuð birtist staðfestingarsíða. 
  • Nú ertu með fullan aðgang að Hayu í gegnum Símann og getur byrjað að horfa!

Ef þú ert nú þegar með Hayu aðgang
  • Farðu inn á vefsíðu Hayu og skráðu þig inn.
  • Farðu í My Account -> Redeem a Voucher Code og sláðu inn kóðann sem við sendum þér. 
  • Nú ertu með fullan aðgang að Hayu í gegnum Símann og Hayu hætta að rukka þig fyrir áskriftina.
  • Notendur með Hayu áskrift í gegnum App Store eða Google Play þurfa að segja henni upp og skrá sig aftur í gegnum vefsíðu Hayu til að innleysa kóðann.

Virkjaðu á vefnum!

Þú getur aðeins virkjað kóðann á vefsíðu Hayu, ekki í appinu þeirra. Eftir að aðgangurinn þinn hefur verið virkjaður getur þú notað Hayu appið eins og venjulega.


// Keep track of the conversation id boost.chatPanel.addEventListener("conversationIdChanged", function (event) { sessionStorage.setItem("myConversationId", event.detail.conversationId); });