Með öllum netáskriftum hjá okkur fylgja allt að fimm netföng, en þau eru einnig í boði sem stök áskrift. Netföngin nota lénið simnet.is og hvert netfang fær 5 GB geymslupláss.
Vefpósthús
Þú getur nálgast póstinn þinn hvar og hvenær sem er inni á postur.simnet.is.
Innhólf í vefpósti
Í innhólfið fer allur tölvupóstur sem sendur er til þín.
- Til að opna póst smellir þú einfaldlega á hann.
- Til að eyða pósti úr pósthólfinu smellir þú á póstinn og velur hnappinn Eyða sem er staðsettur fyrir ofan pósthólfið. Einnig er hægt að hægri-smella á viðkomandi póst.
Athugaðu að pósthólfið þitt hefur takmarkaða stærð (venjulega 5 GB) og því er gott að eyða pósti með reglulegu millibili.
Uppsetning í póstforriti
Þú getur auðvitað notað netföngin okkar í hvaða póstforriti sem þér hentar! Hér getur þú fundið leiðbeiningar fyrir uppsetningu í nokkrum algengustu póstforritum á markaðnum.
Áður en þú hefst handa borgar sig að hafa netfangið og lykilorðið á hreinu. Ef þú þarft að breyta lykilorðinu getur þú gert það á þjónustuvefnum okkar.
Áður en þú heldur áfram
Notkun póstforrita er alfarið á þinni ábyrgð og þjónustuverið okkar getur ekki aðstoðað við uppsetningu þeirra. Ef þú treystir þér ekki í uppsetningu mælum við með að nota vefpósthúsið okkar.
Mail appið í iOS
Opnaðu Settings appið og veldu Mail -> Accounts -> Add Account -> Other -> Add Mail Account.
Fylltu næst út grunnupplýsingar:
- Name verður nafnið sem birtist þegar þú sendir póst
- Address er netfangið þitt
- Password er lykilorð netfangsins
- Description er valfrjáls lýsing, t.d. Pósturinn minn
Næst þarftu að fylla út stillingar fyrir póstþjón.
Undir Incoming Mail Server:
- Host Name skal vera postur.simnet.is
- Username er netfangið þitt
- Password er lykilorð netfangsins
Undir Outgoing Mail Server:
- Host Name skal vera postur.simnet.is
- Hakaðu við Use SSL
- Annað máttu skilja eftir autt
Ýttu loks á Done og þá er netfangið tilbúið til notkunar í Mail appinu.
Outlook
Athugaðu að þessar leiðbeiningar eiga við nýjustu útgáfu af Outlook.
Opnaðu Settings og veldu Accounts -> Add account.
- Sláðu inn netfangið þitt og ýttu á Continue.
- Sláðu inn lykilorðið og ýttu á Continue.
- Ýttu á Continue og hinkraðu á meðan Outlook sækir póstana þína.
- Ýttu loks á Done og þá er netfangið tilbúið til notkunar í Outlook