Týndur eða stolinn sími

Ef farsíminn þinn týnist eða þig grunar að honum hafi verið stolið getum við læst símanúmerinu þínu tímabundið og rakið hvort einhver sé að nota símann þinn með öðru símanúmeri.

Læsa símanúmeri

Ef þú vilt láta læsa símanúmerinu þínu skaltu hafa samband við þjónustuverið okkar. Með læsingu er lokað fyrir alla notkun á SIM kortinu þínu, sama hvort það séu símtöl, SMS eða gagnanotkun.

Utan afgreiðslutíma getur þú hringt í síma 550 9200 og lesið inn skilaboð um hvers vegna þú vilt læsa símanúmerinu þínu.

Því miður getum við ekki læst farsímanum sjálfum, þannig að ef þú ert ekki með stillta skjálæsingu gæti ópruttinn aðili enn komist í öppin þín og skilaboðasögu. Ef síminn þinn er tengdur við skýjaþjónustu eins og iCloud eða Google getur þú skráð þig þar inn og læst símanum í gegnum netið.

Ertu með rafræn skilríki?

Rafræn skilríki á SIM kortinu eyðast ef símanúmerinu er læst og þú þarft að setja upp ný rafræn skilríki í kjölfarið. Þetta á þó ekki við um rafræn skilríki í Auðkennisappinu.

Rekja farsíma

Ef símanum þínum var stolið og láta rekja hvort einhver sé að nota símann með öðru símanúmeri, þarftu fyrst að tilkynna þjófnaðinn til lögreglu og mæta með lögregluskýrslu í verslun Símans. Við bjóðum eingöngu upp á rakningu fyrir farsíma sem eru með skráða þjónustu hjá okkur og rakning er gjaldfærð samkvæmt verðskrá.

Athugaðu að við getum ekki rakið staðsetningu tækisins, aðeins hvort einhver sé að nota símann með öðru símanúmeri. Þú getur skráð þig inn á iCloud eða Google aðganginn þinn til að sjá hvar síminn þinn er staðsettur og læsa honum í gegnum netið.