Símaappið

Í Símaappinu getur þú sýslað með þínar þjónustur á einfaldann hátt.

Hvar næ ég í appið?

Þú getur sótt Símaappið í App Store eða Google Play.

Innskráning

Þegar þú hefur sótt appið getur þú skráð þig inn með rafrænum skilríkjum, Auðkennis appinu eða SMS.

Takmarkaður aðgangur
Ef þú skráir þig inn með SMS getur þú bara sýslað með farsímanúmerið sem þú skráir þig inn með.

Kaupa inneign

Í appinu getur þú fyllt á Frelsið eða bætt gagnamagni eða inneign við önnur fyrirframgreidd númer.

  • Veldu Aðgerðir
  • Veldu Fylla á
  • Veldu númerið sem þú vilt fylla á. Ef það er ekki í listanum getur þú smellt á Velja annað númer.
  • Veldu tegund inneignar:
    • Áfylling (eða krónuinneign) er hefðbundin inneign sem getur greitt fyrir alla notkun samkvæmt verðskrá.
    • Þrenna er mánaðarleg áfylling svipuð hefðbundinni áskrift, nema hún er greidd með greiðslukorti í upphafi mánaðar. Þú getur lesið meira um Þrennu hér.
    • Gagnamagn er töluvert hagstæðari inneign fyrir gagnamagn, en gildir aðeins fyrir netnotkun á Íslandi og í löndum innan EES.
  • Ýttu svo á Áfram
  • Ef þú valdir Áfyllingu eða Gagnamagn, getur þú valið hvort þú viljir fylla reglulega á númerið.
  • Veldu greiðslukort eða skráðu nýtt.
  • Smelltu loks á Kaupa til að klára kaupin.
Reikningar

Ef þú vilt setja reikningana þína í boðgreiðslu eða fá þá senda í tölvupósti geturðu gert það með nokkrum smellum!

Setja reikninga í boðgreiðslu

  • Veldu Aðgerðir
  • Veldu Reikningar
  • Hakaðu við Reikningar í boðgreiðslu
  • Stimplaðu inn kortanúmerið þitt
  • Veldu Staðfesta

Fá reikninga senda í tölvupósti

  • Veldu Aðgerðir
  • Veldu Reikningar
  • Hakaðu við Fá fjarskipta reikninga í tölvupósti og stimplaðu inn netfangið þitt.

Skoða eldri reikninga

Þú getur skoðað eldri reikninga í appinu undir Greiddir reikningar.