Þrenna

Þrenna er fyrirframgreidd farsímaáskrift sem býður upp á endalaus símtöl og SMS í alla farsíma og heimasíma á Íslandi, ásamt 10 eða 25 GB af gagnamagni. Allt ónotað gagnamagn safnast upp á milli mánaða, allt að 250 GB.

Hvernig skrái ég mig í Þrennu?

Ef þú ert nú þegar með fyrirframgreidda áskrift hjá Símanum getur þú breytt henni í Þrennu á þjónustuvefnum okkar eða í appinu.

Ef þú vil stofna nýtt símanúmer, færa símanúmer frá öðru fyrirtæki eða breyta úr eftirágreiddri áskrift í Þrennu skaltu hafa samband við Þjónustuverið okkar.

Hvað er innifalið?

Með Þrennu færðu endalaus símtöl og SMS í alla farsíma og heimasíma á Íslandi. Til að hringja eða senda SMS í erlend símanúmer eða gjaldskyld númer eins og upplýsingaveitur og símakosningar þarftu að kaupa inneign og notkunin er gjaldfærð samkvæmt verðskrá.

Þegar þú kaupir Þrennu getur þú valið um 10 GB eða 25 GB af gagnamagni á mánuði. Allt gagnamagnið í Þrennu er safnamagn, sem þýðir að ónotað gagnamagn safnast upp á milli mánaða!

Hvað get ég átt mikið safnamagn?

Hámarkið á safnamagni samsvarar tíföldu mánaðarlega gagnamagninu þínu. 10 GB áskrift getur safnað upp í 100 GB og 25 GB áskrift í 250 GB.

Hvað ef ég klára gagnamagnið?

Ef þú klárar gagnamagnið þitt getur þú keypt meira gagnamagn á þjónustuvefnum eða í appinu okkar.

Get ég notað Þrennu í útlöndum?

Þegar þú ferðast til landa innan EES getur þú notað Þrennu eins og þú værir á Íslandi.  Öll símtöl í íslenska farsíma og heimasíma eru innifalin og þú getur notað allt mánaðarlega gagnamagnið þitt þó þú sért erlendis.

Safnamagn á reiki

Athugaðu að þú getur ekki notað uppsafnað safnamagn í útlöndum.

Ferðalög til landa utan EES

Til að nota Þrennu í löndum utan EES þarf þjónustan Frelsi í útlöndum að vera virk á símanúmerinu og notkunin verður gjaldfærð á reikningi í byrjun næsta mánaðar.

Ef þú ert 18 ára eða eldri er þjónustan sjálfkrafa virk. Ef þú ert undir 18 ára aldri getur þú virkjað Frelsi í útlöndum á þjónustuvefnum eða í appinu, en þá þarf fullorðinn einstaklingur að gerast ábyrgðaraðili fyrir kostnaði vegna notkunar erlendis.

Það getur verið dýrt að nota símann á ferðalagi utan EES landa og við hvetjum þig til að kynna þér verðskrána í þeim löndum sem þú ferðast til. Til að hjálpa þér að hafa hemil á kostnaði setjum við þak á notkun erlendis sendum þér reglulega SMS skilaboð um notkun og kostnað.

Hefur þú kynnt þér Ferðapakkann?

Ferðapakkinn er frábær leið til að lágmarka kostnað á ferðalögum utan EES. Þú getur kynnt þér Ferðapakkann á vefnum okkar.