Núverandi ljósleiðaratengingar frá Símanum bjóða upp á 1 Gbit/s en tíföldun uppfærir hraða nettengingar í 10 Gbit/s. En við bjóðum upp á eftirfarandi hraða: 1 Gbit/s, 2.5 Gbit/s, 5 Gbit/s og 10 Gbit/s enda misjafnt hvað hentar hverju heimili.
Þarf ég að gera eitthvað til að fá aukinn hraða?
Þú þarft að panta aukinn hraða en þá færðu tæknimann heim sem uppfærir ljósleiðarabox heimilsins í nýrri útgáfu, uppfærir netlagnir til að styðja við aukinn hraða ásamt því að skipta um netbeini ef þarf.
Til að nýta hraða yfir 1Gbit/s þarftu sérstakan búnað. TP-Link búnaðurinn okkar styður aukinn hraða eins og sjá má í töflunni hér fyrir neðan. Einnig þarftu Cat 6 kabalsnúrur til að fullnýta hraðann á 10 Gbit/s tengingu og tæki heimilisins þurfa að styðja hraða yfir 1 Gbit/s.
Þegar þú pantar aukinn hraða færðu tæknimenn heim sem ganga frá öllu nettengdu, gera hraðapróf og tryggja að uppfærslan gangi snuðrulaust fyrir sig. Þú getur pantað hér og við höfum samband við þig.
Styðja tækin mín þennan aukna hraða?
Einhver, en ekki öll. Með uppfærslum á tækjum heimilisins á næstu árum munu þau þó flest gera það. Flest nýleg snjalltæki og tölvur í dag styðja Wifi 6 og Wifi 6E sem þýðir þó að þau geta náð hærri en 1 Gbit/s hraða en önnur eldri tæki ná ekki slíkum hraða. Með tilkomu WiFi 7 sem er handan við hornið munu þau tæki öll styðja langtum meiri hraða og því er t.d. 10 Gbit/s tenging frábær til að koma í veg fyrir flöskuhálsa. Borðtölvur geta þó í einhverjum tilvikum stutt 10 Gbit/s en einnig má uppfæra netkort í þeim til að styðja 10 Gbit/s.
Hvaða búnað á ég nota?
TP-Link búnaðurinn er okkar aðalbúnaður og bjóða þau upp á meiri hraða og eru betri fyrir háþróuð heimilisnet. Lægri (e. Low latency) hraðar tengingar eru sérstaklega gagnlegar ef margir notendur eða tæki eru í notkun samtímis.
Hraði tengingar | Búnaður okkar (e. routers) | Notkunarsvið | WiFi staðall | Magnari |
---|---|---|---|---|
1 Gbit/s | Sagemcom F@ST 5359 | Almenn heimanotkun s.s. vafra, streyma, tölvuleikir, heimavinna | WiFi 6 | Sagemcom F@ST 266 mesh |
1 Gbit/s | TP Link EX820v | Almenn heimanotkun s.s. vafra, streyma, tölvuleikir, heimavinna | WiFi 6 | TP-Link HX710 Mesh |
2,5 Gbit/s | TP Link EX820v | Almenn heimanotkun með meiri hraða s.s. vafra, streyma, tölvuleikir, heimavinna | WiFi 6 | TP-Link HX710 Mesh |
5 Gbit/s | TP-Link HB810 | Tæknivædd heimili og fyrirtæki | WiFi 7 | Best að nota viðbótar TP-Link HB810 til að setja upp mesh net |
10 Gbit/s | TP-Link HB810 | Tæknivædd heimili og fyrirtæki | WiFi 7 | Best að nota viðbótar TP-Link HB810 til að setja upp mesh net |
Hvernig nýtist þessi hraði mér?
Tækniþróunin er á fleygiferð og fjöldi nettengdra tækja á heimilum eykst stöðugt. Því er allur þessi aukni hraði ekkert nema uppfærsla til framtíðar og þannig erum við tilbúin þegar að þörfin kemur.