5G Pakkinn

Hvað kemur í pakkanum
  • 5G loftnet
  • Wi-Fi aðgangspunktur
  • PoE aflgjafi
  • Festingar fyrir loftnet
  • Netsnúrur 
    • 1x 10m netsnúra
    • 2x 1.5m netsnúrur
Uppsetning
  • Til að setja upp 5G Pakkann þarf að staðsetja loftnetið á góðan stað úti, best ef það er uppá þaki. 
    Simkorta raufin er staðsett undir loftnetinu og þarf að skrúfa lokið af með sexkantinum sem fylgir.
  • Þegar loftnetið er komið á sinn stað þarf að tengja hann við rafmagn, þá þarf að setja netsnúru frá loftnetinu í WAN&POWER  á aflgjafanum eins og sést á tengimynd. Þá ættu ljósin á loftnetinu að byrja að blikka og verða græn.
  • Til að fá WiFi þarf að tengja netsnúru úr LAN1 á aðgangspunktnum við LAN á aflgjafanum.
  • Þá kemur rautt ljós á aðgangspunktinn. Þá þarf að klára uppsetninguna í gegnum vefslóð 192.168.3.1 eða í Huawei AI Life appinu.

ATH! ef ljósið á aðgangspunkt blikkar rautt er ekki búið að klára uppsetningu, ef ljósið er stöðugt rautt er hann ekki að ná sambandi við router/loftnet.


Tengimynd

Uppsetning í appi
  • Tengjast Wi-Fi frá aðgangspunkt (HUAWEI-xxxxxx)
  • Opna Huawei AI Life appið og samþykkja skilmála
  • Veldu aðgangspunktinn (HUAWEI WiFi Mesh 3)
  • Veldu á Next
  • Setja upp Wi-Fi
    • Setja þarf upp Wi-Fi lykilorð og lykilorð inná aðgangspunktinn í Admin Password einnig er hægt að breyta Wi-Fi nafninu í þessu skrefi
  • Þá er allt klárt, nú þarf að tengja tækin við Wi-Fi með nýja lykilorðinu
Uppsetning á vef viðmóti
  • Tengjast Wi-Fi frá aðgangspunkt (HUAWEI-xxxxxx)
  • Opna vafra og fara inná http://192.168.3.1
  • Þá þarf að samþykkja skilmála og smella á Get started
  • Veldu Create a Wi-Fi 
  • Veldu DHCP
  • Búa til lykilorð fyrir Wi-Fi
  • Búa til lykilorð fyrir viðmót netbeinis
  • Veldu Save
  • Þá er allt klárt, nú þarf að tengja tækin við Wi-Fi með nýja lykilorðin