Huawei WiFi Mesh 3 Magnarinn er ætlaður til notkunar með 5G Huawei netbeininum okkar. Magnarinn virkar fyrir CPE Pro 5 og 6 ásamt 5G pakkanum.
Hvað er í kassanum?
Í kassanum er WiFi Magnari, netsnúra og straumbreytir.
(mynd af bakhlið með skýringum á portum)
Para við netbeini
Þú getur parað WiFi Magnarann við netbeininn þinn með netsnúru, í gegnum Huawi AI Life appið, eða með WPS. Í öllum tilfellum mun magnarinn afrita WiFi nafnið og lykilorðið frá netbeininum sjálfkrafa.
Para með netsnúru
- Tengdu netsnúru í LAN tengi á WiFi Magnaranum og tengdu hinn endann í eitt af LAN tengjunum á netbeininum.
- Nú byrja tækin að para sig saman, en það gæti tekið nokkrar mínútur.
- Þegar tækin hafa parað sig saman dettur rauða ljósið ufaná WiFi Magnaranum verður stöðugt og hvítt.
- Nú er WiFi Magnarinn tilbúinn til notkunar.
Ef tveir eða fleiri Huawei WiFi Magnarar frá Símanum eru tendir saman með netsnúru munu þeir parast saman og verða hluti af sama WiFi netinu.
Nú getur þú fært WiFi Magnarann!
Þegar WiFi Magnarinn er paraður við netbeininn getur þú aftengt netsnúruna og fært hann til eftir þörfum. Magnarinn mun tengjast netbeininum þráðlaust ef netsnúran er aftengd.
Para með Huawei AI Life appinu
Það er einfalt að setja upp WiFi Magnarann með Huawi AI Life appinu. Appið leiðir þig í gegnum uppsetninguna og þar getur þú líka séð stöðuna á mögnurunum eftir uppsetninguna.
Para með WPS takka
WiFi búnaður Símans styður WPS tæknina sem leyfir þér að tengja saman tvö tæki þráðlaust með því að ýta á einn takka á báðum tækjunum.
- Byrjaðu á því að kveikja á tækjunum og hinkraðu í um 2 mínútur þar til þau hafa kveikt alveg á sér.
- Ýttu á WPS/WiFi takkann á netbeininum.
- Ýttu á WPS takkann á WiFi Magnaranum.
- Hinkraðu í 2-3 mínútur á meðan tækin finna hvort annað og para sig saman.
- Þegar tækin hafa tengst saman verður ljósið ofaná WiFi sendinum stöðugt og hvítt á litinn.
(Mynd framaná með útskýringu á WPS takka)
Tengja fleiri WiFi Magnara
Þú getur tengt fleiri WiFi Magnara með sömu aðferðum og hér fyrir ofan, hvort sem það er með WPS eða snúru. Eini munurinn er að í þetta sinn skaltu tengja hann við fyrsta magnarann, frekar en netbeininn.