TP-Link WiFi Magnari

TP-Link HX710 WiFi Magnarinn er ætlaður til notkunar með TP-Link netbeinunum okkar. Magnarinn virkar bæði með TP-Link EX820v (netbeinir sem styður hraða upp að 2,5 Gb/s) og TP-Link HB8810 (netbeinir sem styður hraða upp að 10 Gb/s). 


Athugið að TP-Link HX710 WiFi Magnarinn styður mest hraða upp að 1 Gb/s.

Hvað er í kassanum?

Í kassanum er WiFi Magnari, netsnúra og straumbreytir.

Para við netbeini

Þú getur parað WiFi Magnarann við netbeininn þinn í gegnum Aginet appið, með WPS, með netsnúru eða í gegnum vefviðmót netbeinisins. Í öllum tilfellum mun magnarinn afrita WiFi nafnið og lykilorðið frá netbeininum sjálfkrafa.

Para með netsnúru

  • Tengdu netsnúru í WAN/LAN tengið á WiFi Magnaranum og tengdu hinn endann í eitt af LAN tengjunum á netbeininum.
  • Nú byrja tækin að para sig saman, en það gæti tekið nokkrar mínútur.
  • Þegar tækin hafa parað sig saman hætta WiFi ljósin á netbeininum að blikka og ljósið undir WiFi Magnaranum verður stöðugt og hvítt.
  • Nú er WiFi Magnarinn tilbúinn til notkunar.

Ef  tveir eða fleiri TP Link WiFi Magnarar frá Símanum eru tendir saman með netsnúru munu þeir parast saman og verða hluti af sama WiFi netinu.

Nú getur þú fært WiFi Magnarann!

Þegar WiFi Magnarinn er paraður við netbeininn getur þú aftengt netsnúruna og fært hann til eftir þörfum. Magnarinn mun tengjast netbeininum þráðlaust ef netsnúran er aftengd.

Para með Aginet appinu 

Einfaldasta leiðin til að setja upp WiFi Magnarann er með Aginet appinu frá TP-Link. Appið leiðir þig í gegnum uppsetninguna og þar getur þú líka séð stöðuna á mögnurunum eftir uppsetninguna.

Para með WPS takka

WiFi búnaður Símans styður WPS tæknina sem leyfir þér að tengja saman tvö tæki þráðlaust með því að ýta á einn takka á báðum tækjunum.

  • Byrjaðu á því að kveikja á tækjunum og hinkraðu í um 2 mínútur þar til þau hafa kveikt alveg á sér.
  •  Ýttu á WPS/WiFi takkann á netbeininum.
  • Ýttu á WPS takkann á WiFi Magnaranum.
  • Hinkraðu í 2-3 mínútur á meðan tækin finna hvort annað og para sig saman.
  •  Þegar tækin hafa tengst saman verður ljósið undir WiFi sendinum stöðugt og hvítt á litinn. 

Hvarf WiFi netið?

WPS/WiFi takkinn á netbeininum slekkur á WiFi netinu ef honum er haldið inni of lengi. Þú getur kveikt aftur á WiFi með því að halda takkanum inni þar til það kviknar aftur á WiFi ljósunum.

Para í gegnum vefviðmót

  • Tengdu tölvuna við netbeinin með WiFi eða með snúru.
  • Opnaðu slóðina http://192.168.0.1/ eða http://tplinkwifi.net/ í vafra í tölvunni og skráðu þig inn með User Account Password lykilorðinu sem prentað á undirhlið netbeinisins.
  •  Veldu Add Mesh Device.
  • Veldu Add By Scanning.
  • Veldu Scan for TP-Link Mesh Devices.
  • Eftir smá stund ættu WiFi Magnararnir þínar að birtast í listanum. Hakaðu við þá og ýttu á Add til að para þá við netbeininn.
  • Ýtið á Finish þegar skilaboðin "Device has been added successfully!" birtast.

Tengja fleiri WiFi Magnara

Þú getur tengt fleiri WiFi Magnara með sömu aðferðum og hér fyrir ofan, hvort sem það er með WPS eða snúru. Eini munurinn er að í þetta sinn skaltu tengja hann við fyrsta magnarann, frekar en netbeininn.

Hvað þýða ljósin á WiFi Magnaranum þínum

LjósSkýring
Gult blikkandi Tækið er að ræsa sig eða endurstilla sig
Blátt blikkandi Tækið er tilbúið fyrir uppsetningu
Blátt hratt blikkandi Tækið er að mynda samband með WPS eða mesh tengingu
BláttTækið er uppsett en engin internet tenging
Hvítt blikkandi Tækið er að uppfæra firmware
Hvítt/grænt Tækið er uppsett og tengt við internetið
Rautt blikkandi Tækið hefur misst samband
Rautt Vandamál með tækið