TP-Link vefviðmótið

Í gegnum vefviðmót netbeinisin er hægt að breyta flestum stillingum beinisins eins og t.d. WiFi nafni og lykilorði, stilla foreldrastýringu, opna port og festa innri IP tölu tækja.

Opna vefviðmótið

Til að komast inn á vefviðmótið þarftu að vera í beinu sambandi við netbeininn í gegnum netsnúru eða WiFi. 

  • Opnaðu slóðina http://192.168.0.1 eða http://tplinkwifi.net í vafra.
  • Skrifaðu lykilorð netbeinisins inn í reitinn merktan Password og ýttu á Log in
    • Lykilorðið er prentað á límmiða undir netbeininum og er merkt sem User account password.

Áður en þú heldur áfram!

Breytingar sem þú gerir á stillingum netbeinisins eru alfarið á þinni ábyrgð. Við mælum ekki með að breyta þeim nema þú hafir sérstaka ástæðu til.

Breyta lykilorði inn á beininn

Þú getur breytt lykilorðinu inn á viðmót beinisins ef þú vilt gera eftirminnilegara eða öruggara.

  • Veldu Advanced flipann efst á síðunni.
  • Veldu System Tools flipann vinstra megin á síðunni.
  • Veldu Administration.
  • Skrifaðu inn núverandi lykilorð í Old Password reitinn.
  • Veldi nýtt lykilorð og skrifaðu það í New Password reitinn.
  • Skrifaðu nýja lykilorðið aftur í Confirm New Password reitinn.
  • Smelltu á Save takkann til að vista breytinguna.

Breyta nafni og lykilorði á WiFi 

  • Veldu Wireless flipann vinstra megin á skjánum.
  • Skrifaðu inn nýtt WiFi nafn og lykilorð í reitina merkta Network Name (SSID) og Password.
  • Smelltu á Save takkann til að vista breytingarnar.

Para við WiFi magnara

Það er hægt að para WiFi magnara við netbeini í gegnum vefviðmót netbeinisins. Þá er WiFi Magnara stungið í samband og beðið í 2-3 mínútur á meðan hann kveikir á sér og verður tilbúin til að parast við annan búnað. Þegar magnarinn er tilbúinn blikkar blátt ljós undir honum.

  • Veldu Network Map flipann vinstra megin á skjánum.
  • Smelltu á Add Mesh Device.
  • Smelltu á Add By Scanning.
  • Smelltu á Scan for TP-Link Mesh Devices og hinkraðu á meðan beinirinn leitar að WiFi Mögnurum.
  • Hakaðu við magnarana sem þú vilt tengja við netbeininn og smelltu á Add.
  • Hinkraðu þar til þú sérð skilaboðin "Device has been added successfully!"
  • Smelltu á Finish til að ljúka uppsetningunni.

Foreldrastýring

  • Veldu Parental Controls flipann vinstra megin á skjánum.
  • Smelltu á Add takkann í efra-hægra horninu á skjánum.
  • Skrifaðu eitthvað lýsandi nafn fyrir regluna í Name reitinn, til dæmis "Krakkar" eða "Leikjatölva".
  • Veldu tækin sem reglan á að gilda fyrir undir Devices.
  • Ýttu á Next.
  • Ef þú vilt loka alfarið fyrir ákveðnar síður getur þú skrifað þær inn í Blocked content reitinn og smellt á Add. Hér er nóg að skrifa nafn síðunnar án endingar, til dæmis "facebook" eða "youtube".
  • Ýttu á Next.
  • Hér getur þú tímastillt aðgang að netinu.
    • Með Time Limits getur þú stillt hversu lengi tækin mega tengjast netinu yfir daginn.
    • Með Bed Time getur þú valið tímabil yfir sólarhringinn þar sem tækin geta ekki tengst netinu.
  • Ýttu loks á Save til að vista regluna þína. Þú getur bætt við fleiri reglum eftir þörfum.

PPPoE auðkenning

Venjulega notar netbeinirinn DHCP til að fá IP tölu úthlutað sjálfkrafa, en þú getur stillt hann á að nota PPPoE auðkenningu ef þú vilt vera með fasta IP tölu eða ert að tengjast við staðarnet.

  • Veldu Internet flipann vinstra megin á skjánum.
  • Veldu PPPoE undir Internet Connection Type.
  • Skrifaðu siminn í bæði Username og Password reitina.
  • Smelltu á Save takkann til að vista breytingarnar.

Athugaðu!

PPPoE auðkenning er aðeins möguleg á beinum á netkerfi Mílu.

Breyta nafnaþjónum (DNS)

  • Veldu Advanced flipann efst á skjánum.
  • Veldu Network flipann vinstra megin á skjánum.
  • Smelltu á LAN Settings.
  • Skrifaðu inn IP tölur nafnaþjónsins sem þú vilt nota undir Primary DNS og Secondary DNS.
  • Smelltu á Save takkann til að vista breytingarnar.

Stillingar á portum (Port Forwarding) 

Þessar stillingar geta valdið skaða!

Að opna port hleypir allri umferð af netinu inn á tækið þitt í gegnum það port. Síminn tekur enga ábyrgð á vandamálum, gagnatapi eða öðru sem getur komið upp vegna breytinga á þessum stillingum. Ekki breyta þeim án þess að kynna þér málið vandlega og hafa góða ástæðu til.

  • Veldu Advanced flipann efst á skjánum.
  • Veldu NAT Forwarding flipann vinstra megin á skjánum.
  • Veldu Virtual Servers undirflokkinn.
  • Smelltu á Add takkann í efra-hægra horninu á skjánum.
  • Fylltu út eftirfarandi upplýsingar:
    • External Port skal vera portið sem á að vera aðgengilegt frá netinu inn á netbeininn þinn. Hér er hægt að setja inn eitt port eða röð af samliggjandi portum.
    • Internal IP skal vera IP tala tækis á innra netinu sem á að taka við umferðinni.
    • Internal Port skal vera port á tækinu á innranetinu sem á að taka við umferðinni.
    • Protocol segir til um hvort portið sé opið fyrir TCP, UDP eða báðar tegundir internet pakka.