WiFi Magnarar

Hér finnur þú leiðbeiningar fyrir uppsetningu WiFi Magnara frá Símanum.

Wifi Magnarar eru notaðir til að bæta þráðlaust samband með því að taka við þráðlausu merki frá netbeini og varpa því aftur út til að stækka þannig svæðið sem þráðlausa netið nær til. Á stærri heimilum getur WiFi samband orðið gloppótt og því mælum við WiFi Mögnurum til að tryggja gott og stöðugt þráðlaust net um allt heimilið.

Hvað þarf ég marga WiFi Magnara?

Þumalputtareglan er að þú þurfir einn WiFi magnara fyrir hverja 100 fermetra á heimilinu, en aðrir þættir eins og þykkir steypuveggir, stórar pottaplöntur, raftæki og fleira geta haft áhrif á WiFi dreifingu. Einfaldast er að byrja á því að setja upp einn magnara og bæta svo við eftir þörfum.

WiFi Magnararnir okkar mynda eitt stórt WiFi með netbeininum svo öll tækin þín geti flakkað sjálfkrafa á milli þeirra til að ná alltaf sterku sambandi. Hér fyrir neðan finnur þú leiðbeiningar til að setja upp og tengja WiFi Magnarana sem við bjóðum upp á.

Er netbeinirinn klár?

Við mælum með að setja upp netbeininn og passa að hann nái netsambandi áður en þú tengir WiFi Magnarann þinn.

Sagemcom 266 WiFi Magnarinn er ætlaður til notkunar með Sagemcom F5359 netbeininum, en þú getur snúrutengt hann við hvaða netbeini sem er.

Hvað er í kassanum?

Í kassanum er WiFi magnarinn, netsnúra og straumbreytir.


Skýringarmynd

Skýringarmynd af hnöppum og tengjum WiFi Magnarans. Á framhlið eru þrjú stöðuljós, á vinstri hlið er hnappur merktur WPS og aftan á honum eru "power" og "Reset" hnappar ásamt rafmagnstengi og tveimur tengjum fyrir netsnúrur.


Tengja við Sagemcom netbeini

Þú getur tengt WiFi Magnarann við Sagemcom F5359 netbeini með netsnúru eða þráðlaust með WPS. Í báðum tilfellum mun WiFi Magnarinn afrita WiFi nafnið og lykilorðið frá netbeininum sjálfkrafa, en hægt er að breyta þeim og öðrum stillingum í gegnum stillingaviðmót netbeinisins.



WPS eða snúra?

Það er einfaldara að tengja WiFi magnarann með WPS, en við mælum þó frekar með að tengja hann með snúru við netbeininn þar sem það er hægt, því það veitir stöðugasta og hraðasta netsambandið.

Tengja þráðlaust með WPS takka

1

Settu WiFi Magnarann í samband við rafmagn með straumbreytinum sem fylgir honum og kveiktu á honum með takkanum á bakhliðinni.

2

Bíddu þar til rautt ljós fer að blikka framan á magnaranum. Þá er hann búinn að ræsa sig, en er ekki með kominn með samband við netbeini.

3

Ýttu á WPS takkann á vinstri hlið magnarans. Hvítt ljós hægra megin á magnaranum ætti að byrja að blikka.

4

Haltu WPS hnappnum á vinstri hlið netbeinisins í 5 sekúndur. WiFi ljósið á miðjum netbeininum ætti að byrja að blikka appelsínugult.

5

Þegar WiFi Magnarinn finnur netbeininn verður ljósið hægra megin stöðugt og ljósið í miðjunni fer að blikka grænt. Það getur tekið allt að 2 mínútur fyrir magnarann að samstilla sig við netbeini.

6

Þegar WiFi Magnarinn hefur samstillt sig við netbeininn verður ljósið í miðjunni stöðugt. Nú er WiFi Magnarinn tilbúinn til notkunar!

Tengja með netsnúru

1

Tengdu netsnúru í LAN tengi á netbeini og í LAN tengi á WiFi Magnaranum.

2

Settu WiFi magnarann í samband við rafmagn með straumbreytinum sem fylgir honum og kveiktu á honum með takkanum á bakhliðinni. 

3

Gefðu WiFi Magnaranum 2 til 3 mínútur til að samstilla sig við netbeininn þar til öll ljósin framan á honum eru kveikt og hætt að blikka. Nú er WiFi Magnarinn tilbúinn til notkunar!

Þarftu að færa hann til?

Þegar WiFi Magnarinn hefur samstillt sig við netbeininn getur þú fært hann til eftir þörfum. Magnarinn mun tengjast beininum aftur sjálfkrafa, jafnvel þó þú aftengir netsnúruna!

Tengja fleiri WiFi Magnara

Þú getur tengt fleiri WiFi Magnara með sömu aðferðum og hér fyrir ofan, hvort sem það er með WPS eða snúru. Eini munurinn er að í þetta sinn skaltu tengja hann við fyrsta magnarann, frekar en netbeininn.

Tengja við aðrar tegundir netbeina

Við mælum með að nota þennan WiFi Magnara með Sagemcom F5359 netbeininum. Ef þú ert með aðra tegund netbeinis frá okkur getur þú haft samband við þjónustuverið til að fá ráðleggingar um hvaða netbeinir myndi henta þér best.

Þú getur að sjálfsögðu notað WiFi Magnarann með öðrum tegundum netbeina, en þá er tvennt sem þarf að hafa í huga:

  • Þú getur ekki tengt WiFi Magnarann með WPS, heldur þarftu að tengja hann við netbeininn með netsnúru.
  • WiFi Magnarinn mun ekki afrita WiFi nafn og lykilorð frá netbeininum, heldur nota upplýsingarnar sem eru prentaðar á undirhlið hans.