eSIM

eSIM eru innbyggð SIM kort sem finnast í flestum nýlegum snjalltækjum og gera okkur kleift að virkja áskriftir rafrænt í stað þess að tengja þær við hefðbundnu plast SIM kortin sem hafa verið notuð frá upphafi farsímakerfisins.

Af hverju eSIM?

eSIM er framtíð SIM korta og mun á endanum taka alfarið við gömlu plast kortunum þegar framleiðendur farsíma hætta að gera ráð fyrir SIM kortum í tækjunum sínum. Sú þróun mun auðvitað taka sinn tíma, en í millitíðinni eru ýmsar ástæður til að nota eSIM frekar en hefðbundið plast SIM kort:

  • Þú getur ekki týnt eSIM kortinu, það er hluti af símanum þínum.
  • Þú getur flutt á milli fjarskiptafyrirtækja án þess að sækja nýtt SIM kort.
  • Þú getur verið tvö símanúmer í einum síma t.d. tvö eSIM kort eða eitt eSIM og eitt plast SIM kort.
  • Þau eru umhverfisvænni! Ekki þarf að fjöldaframleiða SIM kort úr plasti lengur.

Rafræn skilríki og eSIM

Hefðbundin rafræn skilríki eru vistuð í geymslu á SIM kortinu þínu og virka ekki með eSIM tækninni. Við mælum með að setja upp Auðkennisappið áður en þú færir símanúmerið þitt af plast SIM korti yfir í eSIM.

Hvernig breyti ég í eSIM?

Hafðu samband við þjónustuverið okkar og við getum fært áskriftina þína yfir á eSIM númer. Í kjölfarið sendum við þér póst með hlekk og QR kóða sem þú notar til að virkja áskriftina á eSIM kortinu í tækinu þínu.

Þú getur líka auðvitað mætt í næstu verslun Símans og við munum aðstoða þig við að setja upp eSIM í símanum þínum!