Áskriftir frá þriðju aðilum

Við bjóðum upp á áskriftir frá þriðju aðilum. Athugið að Síminn sér ekki um útsendingar né efnisframboð þriðju aðila. Þú getur verið með þessar áskriftir í Sjónvarp Símans appinu, án þess að vera með áskrift að Sjónvarpi Símans.

Handboltapassinn

Handboltapassinn frá HSÍ veitir þér aðgang að öllum handboltanum.

Handboltapassinn er eingöngu aðgengilegur hjá Símanum, en ef þú ert ekki með myndlykil frá Símanum þá geturðu náð í Sjónvarp Símans appið fyrir öll helstu snjalltæki og horft á Handboltapassann þar gegn mánaðargjaldi sem er aðeins 1.990 kr.

Livey

Livey Sport áskriftin veitir þér aðgang að háklassa íþróttum í beinni; spænski, ítalski og franski boltinn, Evrópukeppnirnar í handbolta o.fl.Áskriftin kostar 3.200kr/mán, en þegar þú gerist áskrifandi í fyrsta skipti fylgir sjálfkrafa 2 vikna frír prufutími.
Eftir að áskrift hefur verið keypt á www.livey.is þarf að virkja áskriftina sérstaklega í myndkerfum Símans svo hægt sé að horfa með þessari leið.Smelltu hér til að virkja áskriftina á Sjónvarpi Símans

Stöð 2 og Stöð 2 sport

Þú getur keypt áskrift að Stöð 2 beint hjá okkur. Ef þú ert þegar með áskrift að Stöð 2 hjá Sýn, getur þú flutt hana yfir í Sjónvarp Símans viðmótið. 

Vodafone sport fylgir bara Stöð 2 sport áskriftum sem að eru keyptar í gegnum Vodafone.