Myndlyklarnir okkar eru sérhannaðir fyrir Sjónvarp Símans og eru því einfaldasta og áreiðanlegasta leiðin til að njóta alls sem þjónustan hefur upp á að bjóða!
Þú getur nálgast myndlykil í verslunum og á þjónustustöðum okkar eða haft samband við þjónustuverið til að fá hann sendann.
Í kassanum eru eftirfarandi hlutir
- Myndlykill
- Fjarstýring
- Straumbreytir
- HDMI snúra
- Netsnúra
Til að tryggja hámarks myndgæði mælum við með að nota þær snúrur sem að fylgja með myndlyklinum þínum.
Svona tengir þú myndlykilinn
- Tengdu HDMI snúru í HDMI tengi á myndlyklinum og sjónvarpinu þínu. Athugaðu merkinguna á HDMI tenginu sem þú notar, því hún segir til um á hvaða rás sjónvarpið þarf að vera stillt til að nota myndlykilinn.
- Tengdu straumbreytinn við myndlykilinn og settu í samband við rafmagn.
- Kveiktu á sjónvarpinu og stilltu á HDMI rásina sem samsvarar HDMI tenginu sem þú notaðir.
- Á flestum sjónvörpum er skipt milli HDMI rása með því að ýta á Source eða Input og velja viðeigandi HDMI rás með örvatökkum á fjarstýringunni.
Eftir stutta stund auðkennir þú þig rafrænt ferð beint inn í viðmótið á Sjónvarpi Símans.
Fjarstýringin
Algeng vandamál
Í flestum tilfellum ætti myndlykilinn að virka hnökralaust, en það geta alltaf komið upp einhver vandamál.
Myndlykill er alltaf að hlaða
Ef myndlykillinn stoppar sífellt til að hlaða myndina er hann er annað hvort ekki að ná netsambandi eða að missa það reglulega.
Athugaðu hvort netbeinirinn sé að missa samband og hvort önnur tæki eru að missa samband við netið á sama tíma.
- Ef önnur tæki detta líka út þarf að athuga netsambandið.
- Prófaðu að endurræsa netbeininn og athuga hvort allar snúrur séu vel tengdar.
- Ef myndlykillinn er eina tækið sem missir samband þarf að athuga tenginguna hans við netbeininn.
- Ef myndlykillinn er tengdur þráðlaust skaltu prófa að færa netbeininn nær honum, setja upp WiFi Magnara eða snúrutengja myndlykilinn við netbeini.
- Ef myndlykillinn er snúrutengdur skaltu passa að hann sé tengdur beint við netbeininn eða prófa að skipta um netsnúru.
Hvernig endurstilli ég myndlykilinn í upprunastillingar?
Þú getur endurstillt myndlykilinn í valmyndinni.
- Ýttu á MENU á fjarstýringunni frá Símanum
- Veldu Stillingar
- Veldu tækið
- Veldu Factory reset neðst í valmyndinni
Þú gætir þurft að skrá þig aftur inn með rafrænum skilríkjum eftir endurstillingu. Ef myndlykillinn var tengdur yfir WiFi þarf að tengja það aftur.
Svartur skjár ("No signal")
Ef skjárinn er svartur þýðir það að myndlykillinn er ekki að ná eðlilegu sambandi við sjónvarpstækið þitt.
Athugaðu fyrst hvort það sé kveikt á myndlyklinum, en það á að loga grænt ljós framan á honum á meðan hann er í gangi.
- Ef ljósið er rautt þarf að kveikja á myndlyklinum með fjarstýringunni.
- Ef það logar ekkert ljós er myndlykillinn ekki í sambandi við rafmagn.
Ef skjárinn er ennþá svartur þó það sé kveikt á myndlyklinum gæti sjónvarpstækið þitt verið stillt á vitlausa HDMI rás.
- Á fjarstýringunni fyrir sjónvarpið þitt er takki sem að heitir oftast Source eða Input. Ýttu á hann til að fá upp lista yfir rásir í boði.
- Veldu fyrstu HDMI rásina sem kemur upp (oftast HDMI1) og athugaðu hvort þú fáir mynd á skjáinn.
- Ef þú færð enga mynd skaltu prófa að velja hinar HDMI rásirnar koll af kolli þar til þú færð mynd á skjáinn.
Ef vandinn er enn til staðar þegar þó það sé kveikt á myndlyklinum og hann er stilltur á rétta HMDI rás gæti þurft að endursetja HDMI sambandið:
- Taktu allar snúrur úr sambandi við myndlykilinn.
- Bíddu í 30 sekúndur.
- Settu snúrurnar aftur í samband í þessari röð:
- Netsnúra.
- HDMI snúra.
- Rafmagnssnúra.
Bleikur skjár eða myndbrenglanir
Ef myndin verður bleik eða brotnar upp bendir það til vandamáls með HDMI sambandið á milli myndlykilsins og sjónvarpsins. Athugaðu fyrst hvort að HDMI snúran sé vel tengd í bæði myndlykilinn og sjónvarpið þitt.
Ef myndin lagast ekki við það skaltu prófa eftirfarandi:
- Taktu myndlykilinn og sjónvarpið úr sambandi við rafmagn.
- Aftengdu HDMI snúruna úr bæði myndlyklinum og sjónvarpinu.
- Bíddu í 30 sekúndur.
- Settu sjónvarpið í samband við rafmagn, kveiktu á því og leyfðu því að ræsa sig alveg.
- Settu myndlykilinn í samband við rafmagn og leyfðu honum að ræsa sig í eina mínútu.
- Tengdu HDMI snúruna aftur á milli myndlykilsins og sjónvarpsins.
Ef þessi skref virka ekki mælum við með að skipta um HDMI snúru.
Vantar þig aðstoð?
Hafðu samband við þjónustuverið okkar og við leysum málið með þér!