Netvarinn

Netvarinn er öflug vörn sem lokar fyrir óæskilegt efni á netinu og vinnur best með öðrum vörnum eins og foreldrastýringu, hugbúnaðarstýringu, eldveggjum og veiruvörnum.

Netvarinn fylgir ókeypis með öllum netáskriftum Símans og þú getur kveikt á honum á þjónustuvefnum okkar.

Hvernig virkar Netvarinn?

Netvarinn er svokölluð DNS sía sem virkar á öll tæki á netinu þínu. Í hvert sinn sem eitthvað tæki reynir að opna vefsíðu athugar Netvarinn hvort sú síða sé á lista yfir síður sem innihalda efni sem þú hefur lokað fyrir. Ef síðan kemur upp á bannlista er ekki hægt að opna hana á netinu þínu.

Netvarinn býður upp á tvær mismunandi síur sem leyfa þér að stilla mörkin á netinu þínu.

Netvari 1

Lokar fyrir síður sem innihalda:

  • Barnaklám
  • Njósnaforrit
  • Veirur

Lokar fyrir vefi sem:

  • Villa á sér heimildir 
  • Gætu stolið persónuupplýsingum.

‍Netvari 2

Lokar fyrir allt í Netvara 1.

Lokar fyrir síður sem innihalda:

  • Klámfengið efni
  • Upplýsingar um eiturlyf
  • Áhættuspil
  • Hatur eða fordóma
  • Ofbeldi
  • Annað ólöglegt efni

Ert þú með uppástungu?

Hafðu samband við þjónustuverið okkar ef þú ert með hugmyndir að vefsíðu eða efni sem þú vildir geta lokað á með Netvaranum. Við erum alltaf glöð að fá ábendingar!