Í gegnum vefviðmót netbeinisins er hægt að breyta flestum stillingum beinisins eins og t.d. WiFi nafni og lykilorði, stilla foreldrastýringu, opna port og festa innri IP tölu tækja.
Opna vefviðmótið
Til að komast inn á vefviðmótið þarftu að vera í beinu sambandi við netbeininn í gegnum netsnúru eða WiFi.
- Opnaðu slóðina http://192.168.8.1
- Skrifaðu lykilorð netbeinisins inn í reitinn merktan Please enter your password og ýttu á Log in.
- Lykilorðið er prentað á límmiða undir netbeininum og er merkt sem Password.
Áður en þú heldur áfram!
Breytingar sem þú gerir á stillingum netbeinisins eru alfarið á þinni ábyrgð. Við mælum ekki með að breyta þeim nema þú hafir sérstaka ástæðu til.
Breyta lykilorði inn á beininn
Þú getur breytt lykilorðinu inn á viðmót beinisins ef þú vilt gera það eftirminnilegara eða öruggara.
- Veldu Advanced flipan efst í hægra horninu á síðunni.
- Veldu System.
- Veldu Modify Password
- Skrifaðu inn núverandi lykilorð í Current Password reitinn.
- Veldi nýtt lykilorð og skrifaðu það í New Password reitinn.
- Skrifaðu nýja lykilorðið aftur í Confirm Password reitinn.
- Smelltu á Confirm takkann til að vista breytingar.
Breyta nafni og lykilorði á WiFi
- Veldu WiFi Settings flipann efst á síðunni.
- Skrifaðu inn nýtt WiFi nafn og lykilorð í reitina merkta 2.4/5 GHz Wi-Fi name og WiFi password.
- Smelltu á Save takkann til að vista breytingarnar.
Foreldrastýring
- Veldu Tools efst á síðunni.
- Veldu Parenal Control.
- Smelltu á plúsinn hægra megin við Internet Access Time Control.
- Veldu tímasetningu Time.
- Klukkan hvað þú vilt loka á netið
- Veldu daga sem lokunin gildir
- Veldu tæki sem á að falla undir þessa foreldrastýringu.
- Ýttu loks á Save til að vista regluna þína. Þú getur bætt við fleiri reglum eftir þörfum.
Stillingar á portum (Port Forwarding)
Þessar stillingar geta valdið skaða!
Að opna port hleypir allri umferð af netinu inn á tækið þitt í gegnum það port. Síminn tekur enga ábyrgð á vandamálum, gagnatapi eða öðru sem getur komið upp vegna breytinga á þessum stillingum. Ekki breyta þeim án þess að kynna þér málið vandlega og hafa góða ástæðu til.
- Veldu Advanced flipann efst í hægra horninu á síðunni.
- Veldu Security
- Veldu Virtual Servers undirflokkinn.
- Smelltu á plúsinn hægra megin við Virtual Servers List
- Fylltu út eftirfarandi upplýsingar:
- Name skal vera nafnið á þjónustunni sem þú ert að opna fyrir.
- Protocol segir til um hvort portið sé opið fyrir TCP, UDP eða báðar tegundir internet pakka.
- WAN port skal vera portið sem á að vera aðgengilegt frá netinu inn á netbeininn þinn. Hér er hægt að setja inn eitt port eða röð af samliggjandi portum.
- Device skal vera tæki á innra netinu sem á að taka við umferðinni
- Einnig hægt að velja Anonumouse device og stilla IP tölu handvirkt í LAN IP Address
- LAN port skal vera port á tækinu á innra netinu sem á að taka við umferðinni
Athugið
Það þarf að vera með fasta IP tölu til að opna port á 5G routernum
Breyta APN stillingum
Ef þú ert með fasta IP tölu þarftu að breyta APN stillingunum á netbeininum til að geta notað hana
- Veldu Network Settings.
- Veldu Mobile Network og svo Internet Connection
- Smelltu á plúsinn hægra megin við Profiles
- Settu nafnið á APN stillingunni í Name t.d. MTM eða Föst IP tala
- Settu inn APN: mtm.siminn.is
- Ýttu loks á Save til að vista APN stillinguna
Festa beininn á 4G
Ef 5G sambandið er ekki nógu sterkt gæti þurft að festa netbeininn á 4G
- Veldu 5G/4G merkið á forsíðunni
- Veldu Mobile Network Searching
- Breyttu Preferred network mode í 4G Only
- Ýttu loks á Save til að vista
Bridge Mode
Ef þú ert með þitt eigið netkerfi sem þú vilt nota í stað 5G beinis geturðu tengt úr Lan tenginu á 5G netbeininum í WAN á þínum netbeini og kveikt á Bridge Mode
- Veldu Advanced
- Veldu Router
- Veldu Bridge Mode
- Kveiktu á Enable bridge Mode
- Þú gætir þurft að endurræsa þinn netbeini
Athugið
Það þarf að endurstilla netbeininn til að fá aftur hefðbundna virkni ef kveikt er á Bridge Mode