Sjónvarpsáskriftir frá þriðju aðilum

Sjónvarp Símans býður upp á áskriftir frá öðrum efnisveitum svo þú getir verið með allt á sama stað! Þú getur horft á aðrar efnisveitur í Sjónvarp Símans appinu þó þú sért ekki með áskrift að Sjónvarpi Símans.

Efnisframboð og útsendingar

Síminn sér ekki um útsendingar eða framboð á efni frá öðrum streymisveitum. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða vil gera athugasemdir við efnisframboð er best að beina þeim beint til viðkomandi streymisveitu.

Áskriftir Sýnar

Þú getur keypt áskrift að SÝN+ Allt Sport og SÝN+ Sport Ísland á þjónustuvefnum okkar og horft í Sjónvarpi Símans, í myndlykli eða appi. 

SÝN+ Allt Sport: Innifalið eru allar línulegar sjónvarpsrásir Sýn Sport og aðgengi að hágæða íþróttaefni á borð við Ensku úrvalsdeildina, Meistaradeild Evrópu, Formúluna og stærstu mótaraðirnar í golfi og íslenskt sport. Athugið að streymisveitan SÝN+, ólínulegt efni frá SÝN Sport og Viaplay Total áskrift fylgir ekki með.

SÝN+ Sport Ísland: Innifalið eru línulegar sjónvarpsrásir SÝN Sport Ísland þar sem sýndir eru íslenskir íþróttaviðburðir, með áherslu á Bestu deildina og Bónus deildina. Athugið að streymisveitan SÝN+ og ólínulegt efni frá SÝN Sport fylgir ekki með.

Sjónvarpsstöðin SÝN (áður Stöð 2) er í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans og þú getur horft á allt það efni sem þar býðst, þar með talið fréttir Sýnar í línulegri dagskrá og á tímaflakki

Handboltapassinn

Handboltapassinn frá HSÍ veitir þér aðgang að öllum leikjum í Olís deildum karla og kvenna ásamt öllum leikjum Grill66 deildana í beinni útsendingu. 

Þú getur keypt áskrift að Handboltapassanum á þjónustuvefnum okkar.

Livey Sport

Með Livey Sport færð þú að aðgang að háklassa íþróttum í beinni; spænski, ítalski og franski fótboltinn, Evrópukeppnirnar í handbolta, MMA bardagar og fleira.

Þú getur keypt áskriftina á heimasíðu Livey, en í kjölfarið þarftu að tengja áskriftina við Sjónvarp Símans með því að skrá þig inn hér og fylgja leiðbeiningunum.