Wifi Magnarar eru notaðir til að bæta þráðlaust samband með því að taka við þráðlausu merki frá netbeini og varpa því aftur út til að stækka þannig svæðið sem þráðlausa netið nær til. Á stærri heimilum getur WiFi samband orðið gloppótt og því mælum við með WiFi Mögnurum til að tryggja gott og stöðugt þráðlaust net um allt heimilið.
Er netbeinirinn klár?
Við mælum með að setja upp netbeininn og passa að hann nái netsambandi áður en þú tengir WiFi Magnarann þinn.
Hvað þarf ég marga WiFi Magnara?
Þumalputtareglan er að þú þurfir einn WiFi magnara fyrir hverja 100 fermetra á heimilinu, en aðrir þættir eins og þykkir steypuveggir, stórar pottaplöntur, raftæki og fleira geta haft áhrif á WiFi dreifingu. Einfaldast er að byrja á því að setja upp einn magnara og bæta svo við eftir þörfum.
WiFi Magnararnir okkar mynda eitt stórt WiFi með netbeininum svo öll tækin þín geti flakkað sjálfkrafa á milli þeirra til að ná alltaf sterku sambandi. Hér fyrir neðan finnur þú leiðbeiningar til að setja upp og tengja WiFi Magnarana sem við bjóðum upp á.