Að tengja beininn
Það er einfalt að tengja netbeininn við ljósleiðara, aðalatriðið er að staðsetja hann vel. Netbeinirinn þarf að tengjast við ljósleiðarabox með snúru en reyndu að koma honum fyrir þannig að hann geti sent út þráðlaust net hindranalaust. Þú getur kynnt þér hvernig þú hámarkar hraða og drægni á WiFi hér.
Við mælum með að lesa leiðbeiningarnar fyrir þinn netbeini vel áður en þú tengir hann.
Þjónustuver Símans getur ekki aðstoðað með stillingar á eigin netbeini. Ef þú vilt fá netbeini frá Símanum getur þú komið í næstu verslun eða til þjónustuaðila Símans.
Tengja við ljósleiðara Mílu
- Tengdu netsnúru í tengið á netbeininum merkt WAN oft blátt eða rautt og hinn endann í ljósleiðaraboxið í tengi merkt LAN 1.
- Tengdu straumbreytinn í tengið sem er oft merkt Power og settu netbeininn í samband við rafmagn.
- Ýttu á ON/OFF rofann aftan á beininum til að kveikja á honum.
- Ef þú færð ennþá ekkert net er oft nóg að endurræsa netbeininn. Ef það gengur ekki getur þú heyrt í þjónustuverinu í síma 550-6000 eða á netspjallinu.
Tengja við ljósleiðara Ljósleiðarans
- Tengdu snúru í tengið á netbeininum merkt WAN eða WAN/LAN oft blátt eða rautt og hinn endann í ljósleiðaraboxið í tengi merkt LAN 2.
- Tengdu straumbreytinn í tengið sem er oft merkt Power og settu netbeininn í samband við rafmagn.
- Ýttu á ON/OFF rofann aftan á beininum til að kveikja á honum.
- Ef þú færð ennþá ekkert net er oft nóg að endurræsa netbeininn. Ef það gengur ekki gætum við þurft að bæta við MAC addressunni af netbeininum á ljósleiðaraboxið, endilega heyrðu í þjónustuverinu í síma 550-6000 eða á netspjallinu.