VoWiFi

VoWiFi eða Voice over WiFi leyfir notendum að hringja símtöl í gegnum þráðlaust net (WiFi) í stað farsímasambands (4G/5G). Þetta kemur sér vel þar sem farsímasamband er slæmtÞetta eykur því öryggi og möguleika á að hringja símtöl þar sem áður var slakt samband. VoWiFi er frábær viðbót við núverandi dreifikerfi! 

Helstu kostir VoWiFi

  • Símtöl virka betur innandyra þar sem farsímasamband er slakt
  • Hægt að hringja erlendis frá í gegnum WiFi eins og þú værir á Íslandi
  • Notar ekki farsímanet sem sparar gagnamagn 

Styður síminn minn VoWiFi? 

Allir viðskiptavinir Símans með VoLTE geta virkjað VoWiFi ef símtækið styður það. Flest nýrri tæki styðja VoWiFi nema Samsung að svo stöddu (væntanlegt um mitt ár 2025). Það þarf að virkja VoWiFi handvirkt í símtækjum.  

Til að virkja VoWiFi í Iphone 

  • Farðu í Setting > Apps > Phone  

  • Kveiktu á WiFi Calling 

Til að virkja VoWiFi í Android  

  • Farðu í Settings > Connections  

  • Kveiktu á WiFi Calling 

Finnur þú ekki rétta stillingu?

Nöfn stillinga í Android tækjum geta verið mismunandi eftir framleiðendum, en þau ættu að vera svipuð.

Hvað kostar VoWiFi? 

VoWiFi er rukkað eins og hefðbundin símtöl samkvæmt verðskrá Símans. Ef þú ert með farsímaáskrift með endalausum mínútum þá greiðir þú ekkert aukalega fyrir símtöl í gegnum VoWiFi.

VoWiFi erlendis 

Þegar þú ferðast utan EES getur VoWiFi hjálpað þér að spara í símtalskostnaði, því VoWiFi símtöl eru rukkuð eins og hefðbundin símtöl frá Íslandi samkvæmt verðskrá Símans.